Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 165
ÖSKULAGATÍMATALIÐ
169
á íslandi skeikar minna en tveimur árum til eða frá. Claus Hammer sem
lagði grunninn að leiðnimælingum í ískjörnum' tengdi strax þær upplýs-
ingar úr Grænlandskjörnunum við eldgos á íslandi og þar með öskulaga-
tímatalinu. Telur Vilhjálmur að hann hafi strax látið blekkjast af jarðfræð-
ingum eða byrjað að taka þátt í samsæri þeirra. Hér ruglast Vilhjálmur
enn á auka- og aðalatriðum og virðist enn skorta undirstöðuþekkingu.
Merki um eldgos í jöklinum er meðal annars súr úrkoma sem féll fljót-
lega eftir gos og varðveitist í ísnum. Greinanleg merki eru sýrur sem mynd-
ast þegar eldfjallagas hvarfast við andrúmsloftið og þetta mælist sem
óvenju mikil rafleiðni í ísnum, lágt sýrustig (pH) eða hár styrkur einstakra
sýrumyndandi anjóna (SOf , Cl“, F“). Stærð og gerð þessara sýrutoppa er
breytileg og ræður þar einkum tvennt; magn og gerð þeirrar súru gosgufu
sem myndast við eldgosið og svo fjarlægð gosstöðva frá Grænlandi. Hið
upphaflega eldfjallagas þyrmist óhjákvæmilega hratt í andrúmsloftinu og
því getur merki eftir stórt fjarlægt eldgos, eins og til dæmis Tambora 1815,
verið miðlungs stórt en mun minna gos nálægt skilið eftir sig skýr merki.
Stærstu sýrutoppar geta því eingöngu tengst gosum sem eru annað hvort
mjög stór eða nálæg, nema hvoru tveggja sé. Stórt gos langt frá Grænlandi
skilur eftir sig greinileg merki á Suðurskautslandinu auk þess að önnur
auðgreinanleg merki eins og víðáttumikil öskulög eða stórar hraunbreiður
fara ólíklega fram hjá mönnum. Þess eru ekki dæmi og ekki sjáanlegir
möguleikar til þess að fjarlægt lítið gos geti magnað upp stóran sýrutopp.
Það er því ljóst að til þess að skýra stærstu sýrutoppa í Grænlandsísnum
þarf gosið að vera helst bæði tiltölulega stórt og nálægt. Þegar könnuð er
nálægð mögulegra gosstöðva við Grænland þá hjálpar það mjög að eldgos
verða ekki hvar sem er á jörðinni heldur eru þau bundin við vel þekkt og
vel afmörkuð svæði. Austan megin er það Island og Jan Mayen en vestan
megin verður að fara til stranda Kyrrahafs.
Ahrif einstakra eldgosa í jöklinum má meta nákvæmlega með því að
skoða tímatal nýlegra eldgosa og svo hvernig geislavirk efni dreifðust frá
kjarnorkusprengjum með þekktan upptakastað. Einn stærsti sýrutoppur-
inn sem fundist hefur í Grænlandsísnum er greinilega frá Skaftáreldum
1783-84 og þar sem það gos er vel þekkt er hægt að átta sig á sambandi
goss og magns sýru í Grænlandsísnum. Líka gaus í Japan (Asama) 1783 en
hægt er að sýna fram á að áhrif þess á Grænlandi voru hverfandi.'8 Þá gefa
vel þekkt gos eins og Tambora 1815 og Krakatau 1883, bæði í Indónesíu,
möguleika á að meta áhrif stórgosa á suðurhveli á ísinn á Grænlandi og
Suðurskautslandinu.
Mjög stór sýrutoppur í Grænlandsísnum myndaðist nálægt árinu 934
og er svo stór að miklar líkur eru til að uppruna hans sé að leita á norður-