Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Síða 186

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Síða 186
190 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Af þeim uppgraftargögnum sem til eru á íslandi er ljóst að mörg þau hús sem elst virðast vera eru að mestu gerð úr torfi, þó ekki öll (t.d. húsin í Herjólfsdal og á Papey sem eru að mestu grjóthlaðin). Hæpið er að nota þetta sem sönnun fyrir því að landnámsmenn séu komnir frá Norður-Nor- egi fremur en Suðvestur-Noregi vegna þess að samanburðarefni frá Norð- ur-Noregi er svo til ekkert (sjá hér að ofan). Hvað búskaparháttum Granastaða viðkemur þá telur höfundur þar að- allega hafa verið skepnuhald, og að kornrækt hafi þar engin verið. Það síðarnefnda byggir hann í fyrsta lagi á því að ekki hafi fundist neinar steinahrúgur sem safnað hafi verið úr ökrum, eins og fundist hafa í Suður- Noregi, í öðru lagi að ekki kom neitt í ljós í sýnunum tveimur sem tekin voru til frjókornagreiningar, og í þriðja lagi að engir kvarnarsteinar fund- ust við uppgröftinn. Það kæmi reyndar ekki á óvart þó ekki hefði verið stunduð kornrækt á Norðurlandi, einfaldlega út frá veðurlagi, en er hægt að heimfæra yfir á ísland túlkun á grjóthrúgum í Suðvestur-Noregi sem safnað hefur verið saman til að rýma fyrir akuryrkju? Eftir því sem ég best veit hefur þetta ekkert verið rannsakað. Kjöt telur höfundur hafa verið reykt fremur en soðið. Þetta byggir hann á því að ekki fundust neinir seyðir eða sáför. Túlkun hans að hús 9B sé reykhús á að styðja þetta. Sáför hafa reyndar ekki fundist í elstu bæjarhúsum á íslandi. Það er áreiðanlega rétt hjá Bjarna að þetta sé vitnisburður um geymslu matvæla á þessum tíma, þó ekki verði vitað hverskyns maturinn var. Hins vegar hafa seyðir fundist í elstu bæjarhúsum. Fiskibein fundust sem sýna að Granastaða- búar fengu fisk úr sjó, hvort sem þeir veiddu hann sjálfir eða ekki. Meira er ekki hægt að segja um það án frekari athugana. Telur Bjarni fiskinn, skepnuhaldið, og það að ekki var stunduð kornrækt á Granastöðum aðal- rökin fyrir því að Granastaðabændur hafi komið frá Norður-Noregi. Kaflinn um tengsl Granastaða við Norður-Noreg, og þá einkum við Sama, út frá verkmennt, nánar tiltekið notkun hrafntinnu, hvílir á veikum rökum. Hér vantar enn alla rannsókn. Reyndar má minna á að í upphafi bókarinnar telur Bjarni að gripir dugi ekki til ábendingar um uppruna fólks. Kafli 9, sem kallaður er félagslegt rými, á ekki heima í ritinu, enda við- urkennir höfundur að hann komi umfjöllun um uppruna Granastaðabúa ekkert við (bls. 139). Reyndar hefur þessi kafli birst áður, sem grein í Ar- bók fornleifafélagsins 1992. í sömu Árbók gerði Orri Vésteinsson ágætar athugasemdir við innihald greinarinnar og hef ég litlu við þær að bæta. Málið á bókinni er stundum nokkuð stirt og oft er erfitt að skilja hvað verið er að reyna að segja. Á bls. 48 stendur t.d. eftirfarandi: 'Certainly many graves are revealed by erosion and construction, yet this does not
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.