Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 1
ÞORGUNNURSNÆDAL
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
Um skrána
I skránni sem hér fer á eftir eru 96 tölusettar rúnaristur, 55 á legsteinum
eða í hellum og 41 á gripum af ýmsu tagi. Elstu risturnar eru frá 10. eða
11. öld, þær yngstu frá síðari hluta 19. aldar, en þá hverfa rúnirnar að
mestu af sjónarsviðinu með trafakeflum, lárunr og rúmfjölum.
Tölusettar eru allar ristur þar sem ein eða fleiri rúnir verða ráðnar.
Ristur, sem ekki verða lesnar, eða eru aðeins þekktar af afspurn eru settar
með smærra letri og ekki tölusettar. Ristur frá því eftir aldamótin 1900
eru ekki heldur tölusettar þar sem þær geta varla talist hluti af íslenskri
rúnahefð.Tölur innan sviga vísa í skrána.
Risturnar dreifast nokkuð jafnt um Suður-,Vestur- og Norðurland, en
eru færri á Austurlandi. Þaðan er aðeins vitað um einn, nú týndan rúna-
stein við Hofskirkju í Alftafirði, sjá bls. 32, og af eldri munum er aðeins
einn austfirskur, hurðin fráValþjófsstað (88).
Elsta ristan er á spýtubroti senr fannst við fornleifarannsóknir íViðey
sumarið 1993 í gólfskán í skálarústunum (56). Fornleifafræðingar telja
skánina vera frá 10. eða 11. öld.1 Yngstu rúnirnar eru á rúmfjöl frá Löngu-
mýri í Skagafirði (76) frá 1878.
Muni hef ég skráð á þann stað sem þeir komu frá á Þjóðminjasafnið,
en stundum má rekja feril þeirra á aðrar slóðir. Um trafakeflið (85) segir
í skrá Þjóðminjasafns að það sé fært safninu af Gunnari Gunnarssyni að-
stoðarpresti á Sauðanesi og að menn ætli að Hallgrímur faðir Þorláks á
Skriðu hafi srníðað keflið. Skriða er í Hörgárdal í Eyjafirði og keflið því
upphaflega þaðan. Einnig gæti trafakeflið (62) verið að norðan þar sem
prestsfrúin í Kálfholti á Holtum, sem gaf keflið á safnið, taldi sig afkom-