Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
anda Þórunnar Jónsdóttur Arasonar á Grund í Eyjafirði og sagði keflið
vera úr hennar eigu. Því miður er það samkvæmt skrá Þjóðminjasafns,
varla eldra en frá fyrri hluta 17. aldar. Hér skeikar þó ekki miklu þar sem
Þórunn lést 1593.
Steinristur og rúnarannsóknir á Islandi
Elstu legsteinar með rúnum eru frá 14. öld (34) og (40), þeir yngstu
(43) og (55) frá rniðri 19. öld.2Þeir sem eru frá 16. og 17. öld voru því
ekki ýkja gamlir þegar Arngrímur Jónsson lærði komst svo orði í kaflan-
unr um tungu þjóðarinnar í Crymogæu: „Víst er að enn sjást nokkrir
steinar hjá oss með áletrunum sem margir geta ennþá lesið og skrifað.
En þær eru á sjálfri tungu vorri með öllu óbreyttri.“3 Þessi orð Arn-
gríms gáfu hinum þekkta danska fornfræðingi Ole Worrn ástæðu til að
halda að Island lumaði á mörgurn rúnaristum frá landnámsöld, en þegar
hann mæltist til að fá frekari vitneskju urn slíka steina færðist Arngrímur
undan:
Ef þess er krafist að fá allar legsteinsáletranir eru göngur og ferða-
lög nauðsynlegar og svo eru þeir allir veðraðir og skriftin ekki
nógu greinileg þar sem slíkar áletranir eru höggnar i þá hörðu
steintegund sem við köllum blágrjót eða blágrýti og þær eru svo
sjaldgæfar að ég get tæplega talið upp fjóra eða fimm hér á Norð-
urlandi, og þegar ég samkvæmt kröfu Kanslarans bið unr að fá
áletranirnar segjast þeir ekki geta lesið þær og frásagnir þeirra um
þær eru einskis virði.4
Seinna ber hann því við að „landar sínir séu deigir til þess að opna
hug sinn eða sýna þekking sína á þessunr efnum, fýrir þá sök að á þá, sem
sinna rúnum, falli grunsemd um svartagaldur, einkunr hjá höfuðsmönn-
urn Dana hér, svo ekki bresti nrikið á, að þeir séu teknir undir rann-
sókn.“5
Fáir rúnasteinar voru að vísu á slóðunr Arngríms á Norðurlandi, en á
hinn bóginn hefur honunr tæplega verið ókunnugt unr að á hans yngri
árunr voru gerðir a.nr.k. tveir slíkir steinar í Skagafirði, (42) á Mælifelli í
upphafi 17. aldar og (44) í Stórholti, senr sennilega var lagður laust eftir
1570.
Elstu myndir af íslenskurn rúnalegsteinunr eru í Ferðabók Eggerts
Olafssonar og Bjarna Pálssonar (1752-57). Það eru steinarnir Borg 1 (26)