Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 4
8
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
Af því hingað og þangað var að sjá steinsnyddur út úr brúnum
hæðarinnar, þótti líklegt að vera mundi steinhleðsla. Grassvörður-
inn var því allur afskorinn og moldinni sópað af grjótinu, var þetta
jarðlag hvergi meira en hálft fet á þykkt. — Þá kom í ljós, að undir
var einlæg jarðföst klöpp, eður rjettara sagt hraungarður, svo þar
hefur aldrei nokkur maður heygður verið.9
Arið 1883 ritaði Björn M. Olsen um rúnir á Islandi í bókinni Runerne
i den oldislandske literatur. Þar rennir hann stoðum undir þá kenningu að
fornbókmenntirnar hafi frá upphafi verið varðveittar á rúnabókum eða
keflum. Sú skoðun á sér nú fáa formælendur meðal rúnafræðinga. Eflaust
hefur þó tíðkast að rista vísur og annað á kefli þótt ekki sé víst að heilar
bækur eða löng kvæði hafi varðveist á þennan hátt. Ahrif frá rúnaletur-
stafsetningu senr gætir sumstaðar í handritum stafa líklega af því að þeim
sem vanir voru að rista eða rita rúnir hefur hætt við að nota sömu rit-
reglur þegar þeir fóru að rita með latínustöfum.10
Arið 1934 birti Finnur Jónsson lítinn bækling um rúnir, Rúnafrœði í
ágripi, en þar greinir hann frá hinum fjölbreyttu kenningum um hvaðan
rúnirnar séu runnar og lýsir þróun rúnaletursins frá hinu eldra 24 stafa
stafrófi í hið yngra með einungis 16 stöfum. I viðauka lýsir hann 34 ís-
lenskum rúnaristunr og rúnalegsteinum.11
Skömmu síðar hófst undirbúningur að vísindalegri útgáfu á íslenskum
rúnaristum. Island var enn hluti af Danaveldi og útgáfan var undirbúin
sanrhliða nýrri útgáfu á rúnaristunum í Danmörku sem kom út 1941-
1942. Islands Runeindskrifter (IR) kom út 1942, sem annað bindi í rita-
röðinni Bibliotheca Arnamagnæana. Höfundur var ungur danskur rúna-
fræðingur, Anders Bæksted (1906-1968).
Bæksted ferðaðist um Island og skoðaði rúnaristur árin 1937, 1938 og
1939. Því miður kom heimsstyrjöldin í veg fýrir að hann fengi lokið
verkinu sem skyldi. Hann fékk ekki nauðsynleg gögn frá Islandi og
áform hans að birta rúnaristurnar í samvinnu við þáverandi þjóðnrinja-
vörð, Matthías Þórðarson, senr var nranna fróðastur unr íslenskar rúna-
ristur, fóru út um þúfur.12
Þrátt fyrir erfiðar kringunrstæður er 1R gerð af þeirri vandvirkni og
unrhyggju unr smáatriði senr setur svip sinn á allt senr Anders Bæksted
skrifaði unr rúnir, en þar má nr.a. nefna doktorsritgerð lrans Maalruner
ogTroldruner (1952).
I IR (bls. 13-70) rekur hann sögu og þróun íslenska rúnastafrófsins