Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 5
RÚNARISTUR Á ÍSLANDl
9
sem eðlilega er mjög skylt norska rúnaletrinu. Hann aldursgreinir rúna-
legsteinana út frá rúnagerðunum og málinu, að svo miklu leyti sem það
er hægt. Á eldri steinum er t.d. ritað: 4 IR [ I T R her ligr (36) með h og
e- rún af eldri gerð. Á yngri steinum aftur á móti X14 R nrrHR hier
liggur (31) með h- og e- rún af yngri gerð. Þessi tímasetning er þó ekki
alltaf áreiðanleg, á mörgum steinum blandast eldri og yngri rúnagerðir
eins og t.d. á Borg 1 (26).
Aldursgreining er að sjálfsögðu einföld ef nöfnin á steinunum eru
þekkt úr öðrum heimildum, en það á við um um þriðjung steinanna.
Steina sem bara er til brot af eða aðeins eru þekktir af ónákvæmum
teikningum er að sjálfsögðu ekki hægt að tímasetja með vissu. Ljóst er að
flestir steinanna eru frá 15. og 16. öld. Þrír eða fjórir eru frá lokum 14.
aldar ogjafnmargir eru að öllum líkindum frá 17. öld.13
Sýnu erfiðara er að aldursákvarða risturnar í Bjarnarhelli (28) og
Paradísarhelli (11). Ristan í Bjarnarhelli er nú að mestu ólæsileg en í
Paradísarhelli eru um 30 rúnaristur greinanlegar, að ótöldu öðru kroti.
Þær elstu eru sennilega frá 15. öld, þær yngstu frá upphafi 20. aldar.
Bæksted taldi þær ungar og í IR birti hann aðeins 14 ristur, samtals 16
nöfn, allar á broti af gólfhellunni sem myndar gólfið í dálitlum skúta í
norðvesturhorni hellisins.
Finnur Magnússon minnist á Paradísarhelli í bókinni Runamo og
Runerne. Hann álítur risturnar mjög gamlar, jafnvel frá 11. og 12. öld og
heldur því fram að Ari og Sæmundur sem eiga nöfn sín þarna í hellinum
séu þeir Ari fróði og Sæmundur fróði.14
Ekki er líklegt að nein af þessum ristum sé frá 11. eða 12. öld, en
margar þeirra eru eflaust frá því fyrir 1600, m.a. má benda á að í ristu
11:13. her hefer komid salomon eru bæði h-rúnin og e-rúnin af eldri
gerð og rithátturinn her er eldri en hier sem varla fer að tíðkast fyrr en
á seinni hluta 15. aldar. Þessi rista gæti því jafnvel verið eldri en rista séra
Steinmóðs: Hér kom síra Steinmóður (11:14). Steinmóður Bárðarson
(11481) var prestur nyrðra og í Skálholtsbiskupsdæmi og ábóti í Viðey
frá 1444. Hans er oft getið í skjölum frá þessum tíma og kallaður dugleg-
ur og harðskeyttur. Sennilega hefur hann komið í Paradísarhelli síðsumars
1451, en á Bartholomæusmessu (24. ágúst) það ár var hann ásamt
Gottskálki biskupi á Núpi undir Eyjafjöllum, aðeins fáum kílómetrum
austan við hellinn.15
I lýsingu á hellinum í Árbók fornleifafélagsins 1902 dregur Brynjúlfur
Jónsson frá Minna-Núpi þá ályktun að flestar risturnar á hellubrotinu
séu gerðar af sama manni: „Hygg eg þær flestar, eða allar, eftir sama