Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Side 6
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mann. En þar af leiðir ekki, að þær séu allar höggnar í sarna sinn. Rúna-
meistarinn hefir, ef til vill, búið þar nálægt og fylgt þangað ýmsum
mönnum."
Ekki er ljóst hvort Brynjúlfur hefur haft Hjalta Magnússon, Barna-
Hjalta, í huga, en munnmælin eignuðu honum risturnar og átti hann að
hafa gert þær sér til dægrastyttingar þegar hann dvaldist í hellinum laust
eftir miðja 16. öld á flótta frá þandmanni sínum Páli lögmanni Vigfús-
syni, bróður barnsmóður hans Önnu á Stóru-Borg. En ályktun Brynj-
úlfs er röng þar sem augljóst er að risturnar eru ekki gerðar af sama
manni á skömmum tíma, hvort sem Hjalti hefur hafst við í hellinum eða
ekki.16
Rúnir á munum
Bæksted gerir steinunum góð skil í Islands Runeindskrifter en virðist ekki
hafa haft mikinn áhuga á öðrum ristum, nema þeinr helstu og elstu. Oft
virðist hann annaðhvort ekki hafa vitað hvaðan hlutirnir voru eða ekki
hirt um að geta þess. En vitneskja um það er að sjálfsögðu mikilvæg ef
litið er á dreifmgu rúnanna um landið. Hann nefnir t.d. ekki fundarstað
rekunnar frá Indriðastöðum (69) eða að brýnisbrotið (72) er fundið að
Hvammi í Hvammssveit. Rúnirnar á því eru ekki ósvipaðar rúnunum á
rekunni, einnig er S-rúnin af stuttrúnagerð, stutt strik af hálfri rúnahæð:
', en sú gerð virðist ekki hafa tíðkast hér á landi seinna á miðöldum
nema settur væri punktur eða strik á neðri endann: 1J". Það er því ekki
útilokað að brýnið sé frá 12. eða 13. öld, eða frá dögum Sturlunganna að
Hvammi.
Athyglisverðir eru snældusnúðarnir frá Hruna (60) og Stórumörk
(65). Rúnirnar, sérstaklega r-rúnirnar, þóttu benda til að snúðarnir væru
frá Grænlandi. Bæksted tímasetur þá til 14. aldar samkvæmt þágildandi
tímasetningu á grænlenskunr ristum. En síðan hafa r-rúnir með þessu
sniði (fí R) fundist í norskum, orkneyskum og suðureyskum ristum frá
12. og 13. öld og virðist vera um tímabundna tísku að ræða, sem seinna
festist í sessi á Grænlandi. Það er því ekki óeðlilegt að Islendingar hafi
einnig notað slíkar rúnir.17
Séra Jóhann Briem í Hruna, sem sendi Þjóðminjasafninu snúðinn sem
fannst þar 1880 (60), gat sér þess til í meðfýlgjandi bréfi að hér væri
kominn snældusnúður Þóru Guðmundsdóttur, móður Gissurar Þorvalds-
sonar. Þóra kom að Hruna 1197 og bjó þar í fullan aldarþriðjung. Þessi
ályktun er ekki óhugsandi þar sem rúnirnar gætu verið frá öndverðri 13.