Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Side 7
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
11
öld, en þar eð Þóra er með algengustu kvenmannsnöfnum er ekki gerlegt
að eigna Þóru Guðmundsdóttur snúðinn með vissu.18
Elstu áreiðanlega tímasettu rúnir í tréskurði, yngri en frá nriðöldum,
eru á fagurlega útskornum lár frá Svalbarði í Eyjafirði með ártalinu 1673
(82), en líklegt má telja að notkun þeirra í slíkum útskurði hafi verið al-
geng frá upphaíi. I IR tekur Bæksted ekki með nema fáar af þessum rist-
um og álítur að ekkert samband sé á milli þeirra og miðaldaristanna19, en
saga rúnanna á Islandi er ekki nema hálfsögð nema tekið sé tillit til
þeirra. Einstök er áletrunin á vatnsdýrinu frá Vatnsfjarðarkirkju (73).
Kannan var gefin safninu 1825 af syni Skúla Thorlaciusar, en Skúli hafði
keypt hana á uppboði eftir sagnfræðinginn P. F. Suhm (1728-98). Vatns-
könnur af þessu tagi eru frá 13. öld og voru notaðar við altarisþjónust-
una. Þessi kanna er að öllum líkindum það koparljón sem Jón Olafsson
frá Grunnavík segir að hafi fundist á dögum Jóns prófasts Arasonar í
Vatnsfirði (1636-1673) í haug nálægt prestsetrinu20 og var að öllum
líkindum selt úr landi 1651 ásamt fleiri kirkjugripum. Um feril þess frá
því og þangað til það komst í eigu Suhms um 100 árurn síðar er ekkert
vitað. Bæksted og á undan honum Kr. Kálund er sannfærður um að rún-
irnar séu seinni tíma folsun og ristar ,,for at gore loven intressantere som
antikvitet.“21
Ekki eru öll kurl komin til grafar hvað snertir rúnir í íslenskri tré-
skurðarlist frá seinni öldum og á öðrum munum, þar sem þessi skrá nær
aðallega yfir muni í Þjóðminjasafni. Areiðanlega leynast fleiri slíkir munir
í byggðasöfnum landsins og í einkaeign, vona ég að þeir skili sér smám
saman inn í framhaldi af þessari skrá.22
Legsteinar og aðrar ristur í stein
1. Utskálar 1, Gullbringusýslu, Þjms. 10927, hraungrýti, 1. 92 cm, br. 41
cm, þ. 28 cm, rh. 7,3 cm:
hier : huiler : breti-- I orms dotter : lese i þu paternoster fyrer :
sal i hennar
Hér hvílir Brettifa Ormsdóttir. Lesi þú paternoster fyrir sál hennar.
Steinninn fannst um 1840 í stétt við kirkjudyrnar. Hann var sendur til
Oldnordisk Museum í Kaupmannahöfn 1843, en kom á Þjóðminjasafn
1930. Rúnirnar eru frenrur grunnar og ristan ekki auðlesin. Bæn um að
sá sem sjái legsteininn lesi Paternoster..., faðirvor á latínu, er einnig á (16)
og algeng á miðaldalegsteinum í Noregi og Svíþjóð. Brettifa Ormsdóttir
er ekki þekkt úr öðrum heimildum.Tímasetning í IR: 1400-1500?23