Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Side 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Á þessu broti eru ennfremur leifar af (rúna)ristum og margvíslegu kroti,
m.a. má til hægri við ristu 11 sjá leifar af galdrastaf eða lykli senr líkist
ægishjálmi. Á broti milli efsta brotsins og gólfsins eru einnig ristur, en
erfitt er að lesa þar nokkuð í samhengi, á efri kantinum er löng rista (17)
en aðeins fyrstu rúnirnar eru læsilegar.
17) ari ... Ari
Eftirfarandi ristur eru á gólflrellunni innan við hellisopið, margar mjög
máðar:
18) hir ok biorn Hér og Björn
19) haralt-r... Haraldr...
20) hilki Helgi
21) paintur bœndurQ)
22) arni Árni
23) runolfr ionsson RunólfurJónsson
24) þorir Þórir
25) halfr"Hallur (með öfugum rúnum)
26) þorolfur arnason Þórólfur Árnason
27) þorkii- Þorkell (?)
28) ion...Jún...
29) helkilakm— Helgi (lagsmaður?)...
Fyrir miðjum helli, við norðurbrún gólfhellunnar, eru nokkrar ristur sem
ekki eru á teikningu Steingríms og gætu því verið yngri. Ekki verður
lesið úr þeirn með vissu nema eitt nafn sem er rist með kvistrúnum.
30) 2:4 2:2 1:1 3:5 2:3 2:5
antris Andrés
Ofan til hægri við þessar rúnir er löng ólæsileg rista, til hægri við hana
má e.t.v. lesa nafnið Magnús eða Markús. Norðaustantil í hellinum er
krotað með snyrtilegum rúnum innan rammastrika:
helgi: salomonsson 1911
Fleiri ristur og margvíslegt krot, bandrúnir og fangamörk, er að finna í
hellinum. E.t.v. mætti ráða fleiri ristur við góða lýsingu ef gólfhellan væri
rækilega hreinsuð, en óvíst er hvort það svari kostnaði.
Elstar eru risturnar 11: 1-16, sumar eflaust frá því íyrir 1600. Ef sú til—
gáta er rétt að séra Steinmóður sé Steinmóður Bárðarson, ábóti í Viðey
(sjá inngang, bls. 9) þá gæti sú rista verið frá 1451, en aðrar, t.d. 11:13,
gætu jafnvel verið eldri.36
Snorraríki í Húsadal á Þórsmörk, Rangárvallasýslu. I hellinum er krot af ýmsu
tagi, en ekki virðist vera um eiginlegar rúnir að ræða.37