Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 13
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
17
Rútshellir við Hrútafell, Rangárvallasýslu. Samkvæmt fornleifaskýrslu Ólafs Páls-
sonar voru tvær rúnir + T a m í hellinum. Ekki tókst mér að finna þær þegar ég
skoðaði hellinn sumarið 1999.38
Bárðarhellir í Brynjudal, Kjósarsýslu. Hellirinn er nú að mestu horfinn. Krotið í
honum hefur líklega ekki verið eiginlegt rúnaletur.39
12. Reykholt 1, Borgarfjarðarsýslu, Baulusteinn um tveggja metra lang-
ur, sem fannst í kirkjugarðinum 1837, sást seinast 1903, en nú týndur.
Letrið var að mestu afmáð og þeim sem hafa reynt að ráða það ber
ekki vel saman. Jónas Hallgrímsson greinir tvær bandrúnir, Magnús
Grímsson aðeins meira (sjá 4. mynd).40
13. Reykholt 2, Borgarfjarðarsýslu, nú týndur:
her h ... ok : ingh ir-...
Hér hvíla...(?) og Ingiríður(?)
Jónas Hallgrímsson fann steininn í kirkjugarðinum 1840 og teiknaði
hann sama ár og árið eftir. Steinninn var ferstrendur og flatur, um 40 cm
langur. Af teikningum Jónasar að dæma gæti steinninn hafa verið frá 15.
öld.41
14. Reykholt 3, Borgarfjarðarsýslu, nú týndur:
her huiler d ... er hennar sa...
Hér hvílir.. .fyrir hennar sál.
Þessi steinn er eins og (13) aðeins þekktur af teikningu Jónasar Hall-
grímssonar. Þetta var fimmstrendur Baulusteinn, um 50 cm langur. Af
teikningum Jónasar að dæma gæti hann hafa verið frá 15. öld.42
15. Húsafell, Borgarfjarðarsýslu, Þjms. 80, stuðlaberg, 1. 60 cm, br. 5,5-10
cm, þ. 13 cm, rh. 5,5-8 cm:
her • huiler i iuar : ualgards i son : suein : ok annar i air : sem :
gud : þeira : sal: hafi -i
Hér hvílir Ivar Valgarðsson, sveinn, ok annar Ari(?), sem Guð þeirra sál hafi.
Samkvæmt bréfi frá Sveinbirni Egilssyni til Finns Magnússonar
1838 fannst steinninn í húsvegg á Húsafelli, sennilega 1837. Hann var
lengi á Bessastöðum, en kom á Forngripasafn Islands 1864. Ivar var
sonur síra Valgarðs Ivarssonar, sem var prestur á Húsafelli 1468-74, hef-
ur Ari sennilega einnig verið sonur hans. Tímasetning í IR: 1475-
1500.43