Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Síða 15
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
19
5. mynd. Steinninnfrá Kalmanstungu (16)fannst 1951. (Ljósin. Þjóðminjasafn).
16. Kalmanstunga, Mýrasýslu, Þjms. 15015, stuðlaberg, 1. 156 cm, br. 16
cm, þ. 6 cm, rh. 8-10 cm:
+ her : huiler : ion : gils : son fins : sonar • les : eina : p-ter •
noster • firir • hans • sal •
Hér hvílir Jón Gilsson Finnssonar. Les eina pater nosterfyrir hans sál.
Steinninn var lengi týndur en fannst aftur 1951 og kom á Þjóðminjasafn
sama ár. I Rúnólogíu sinni nefnir Jón Olafsson frá Grunnavík rúnastein
frá kirkjugarðinum í Kalmanstungu sem Arni Magnússon hafði séð og
teiknað upp, hefur það sennilega verið þessi steinn. Bæn um að sá sem
sér legsteininn lesi Paternoster, faðirvor á latínu, er einnig á (l).Jón Gils-
son er þekktur úr nokkrum fornbréfum. Hann keypti Kalmanstungu
1398 og er talinn hafa andast 1429.44
17. Gilsbakki, Mýrasýslu, var lengi í kirkjugarðinum vestan við kirkjuna,
nú á Þjóðminjasafni, stuðlaberg, 1.120 cm, br. 10 cm, þ. -, rh. 6,5-7 cm:
her : huiler : gils : ions : son i gils i sonar
Hér hvílir Gils Jónsson Gilssonar.
Gils Jónsson hefur verið sonur Jóns Gilssonar frá Kalmanstungu og leg-
steinar þeirra feðga eru að öllum líkindum gerðir af sama manni. Ekki er
hægt að skera úr um hvor steinninn sé yngri. Gils Jónsson er ekki þekkt-
ur úr öðrum heimildum og því er ekki vitað um dánarár hans.45
Síðumúli á Hvítársíðu, Mýrasýslu. í bréfi til Finns Magnússonar 1839 segist Þor-
steinn Helgason hafa fundið og lesið nokkrar rúnir á steini við Síðumúla, en
táknin á teikningu Þorsteins líkjast varla rúnum.46