Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 17
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
21
7. mynd. Þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson komu að Hvammi Í754 var steinninn
(20) ennþá heill. 60 árum síðar fann Jónas Hallgrtmsson aðeins smábrot afhonum.
Steinsins er fyrst getið í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
(1772) og þar er einnig teikning af honum, sem þó er ekki gerð af þeim
(7. mynd). Eggert lýsir steininum á þessa leið:
Auðsætt er að legsteinn þessi er allgamall. Má bæði ráða það af því
hve máð letrið er, og hinum stuttaralega rithætti. Á yngri rúna-
steinum sem einnig eru nokkrir til, eru grafskriftirnar fjölorðar.
Einnig er nú skrifað Hier i staðinn fyrir Her og Sæmundur fyrir
Semundr. Aletrunin virðist vera frá 13. öld eða lítið eitt yngri, því
að allra fyrst var ritað Sun fyrir Son, sem enn tíðkast. Ekkert vita
menn um Sæmund þenna, en trúlegt er, að hann hafi verið í heldri
manna tölu, því að ekki var títt að setja mönnum grafletur í þann
tíma.
Þegar Jónas Hallgrímsson kom að Hvammi 1841 fann hann aðeins lít—
ið brot af steininum.Teikningu hans ber ekki vel saman við teikninguna í
Ferðabókinni um lögun rúnanna, í henni er t.d. en hjá Jónasi Tíma-
setning er því örðug. En þar sem Jónas Hallgrímsson teiknaði rúnirnar
mjög nákvæmlega, af teikningum hans af steinum sem enn eru varðveitt-
ir að dæma, er líklegra að teikning hans sé réttari. Steinninn er því af
eldri gerð, eins og Eggert bendir á, þótt ekki geti hann verið frá 13. öld.
Sennilegt er að hann sé frá öndverðri 15. öld. Tímasetning IR um 1500.
Sæmundur Gamlason er annars ókunnur.49
21. Hvammur 2, Mýrasýslu, nú týndur, 1. um 75 cm:
her i huiler i þordr : ualgards i son i gud : hans i sal i hafe i
Hér hvílir Þórður Valgarðsson. Guð hans sál hafi.