Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 21
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
25
10. mynd: Rúnirnar í Bjarnarltelli eru að öllum Hkindum frá miðöldum. scnnilega frá 14.
eða 15. öld. Til þess bendir m.a. e-rúnin í neðstu llnu til Itægri sem stungin er með punkti,
þcssar rúnir eru nokkuð skýrar: reanus (Ljósm. Þórgunnur Snœdal).
31. Helgafell (Drápuhlíð), Snæfellsnessýslu, Þjms. 6241, stuðlaberg, 1. 127
cm, br. 17,5, þ. 6 cm, rh. 5-7 cm:
+ hier : liggur : undir : gamaliel: þorleifs : son +
Hér liggur undir Gantalíel Þorleifsson.
Steinninn kom í Þjóðminjasafn 1912, en engar heimildir eru til um til-
drög þess eða sögu steinsins. Gamalíel Þorleifsson bjó í Drápuhlíð og er
sennilega látinn um 1500.60
32. Breiðabólsstaður, Snæfellsnessýslu, Þjms. 6395, stuðlaberg, 1. 121,5 cm,
br. 16 cm, þ. 16 cm, rh. 3,1- 5,5 cm, á miðfleti latínuletur:
margret: olafs + dotter • huyler • hier • huor • i • gude • sofnud : er
• glod • hiedann • med • fride : fer •
FRELSARAN : IESVM i A • TRVER • 1681
Margrét Olafsdóttir hvllir Itér,
hver i Guði sofnuð er.
Glöð héðan tneð friði fer,
frelsarann Jesúm á trúcr.