Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Steinninn kom á Þjóðminjasafn 1912. Elsta heimild um hann er frá 1815
en þá fann Ebenezer Henderson hann liggjandi við kirkjudyr. Margrét er
ekki þekkt úr öðrum heimildum.61
Sönghellir, Snæfellsnessýslu. Sönghellis er getið í Bárðarsögu Snæfellsáss og rist-
urnar þar eru vel þekktar. Ekki er þó um eiginlegar rúnir að ræða heldur bú-
merki, ártöl og krot afýmsu tagi.62
33. Sauðafell, Dalasýslu, Þjms. 15012, stuðlaberg, 1. 72 cm, þ. 16,5 cm, br,
18,5 cm, rh. 13-14 cm:
hier i huiler : þoste...
Hér hvílir Þorsteinnij).
Steinninn var sendur Þjóðminjasafni 1951, en ekki eru skráðar neinar
heimildir um hvenær hann fannst. Skófir á leturfleti sýna að steinninn
hefur verið ofanjarðar áður en hann kom á safnið. Skáhallt yfir aðalstrik-
ið á þ-rúninni er lína klöppuð og einnig yfir legginn á t-rúninni. Senni-
lega eru þessi aukastrik aðeins til skrauts en ekki hluti af bandrún. Slík
strik eru algeng á rúnum í handritum. Steinninn er sennilega með yngri
rúnasteinum, frá ló.öld eða um 1600.63
34. Hjarðarholt í, Dalasýslu, Þjms. 4537, stuðlaberg, 1. 137 cm, þ. 17 cm,
br. 19 cm, rh. 5-6,3 cm:
her ligr hallr arason
Hér liggur Hallur Arason.
Elsta heimild um steininn er ótímasett teikning eftir Magnús Grímsson.
1899 fann Daniel Bruun hann sem þröskuld í kirkjudyrum í Hjarðar-
holti, sama ár kom hann á Þjóðminjasafn. Steinninn er sennilega elstur
íslenskra rúnalegsteina, eða frá fyrri hluta 14. aldar. Hallur Arason er
ekki þekktur með vissu úr öðrum heimildum. Tímasetning í IR: 1300-
1400.64
35. Hjarðarholt 2, Dalasýslu, Þjrns. 4538, sandsteinn, 1. 58 cm, þ. 16 cm, br.
25 cm, rh. 7 cm:
biarni: biarna i so...
Bjarni Bjarnason.
Elsta heimild um þennan stein er frá 1899 en þá sá Daniel Bruun hann
við kirkjuna í Hjarðarholti, sbr. (34). Bjarni er ekki þekktur úr öðrum
heimildum.Tímasetning í IR: 1500-1600.65