Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 27
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
31
í Leyningshólum, við Tjarnargerðisvatn í Eyjafirði er grásteinn með „kistulagi“,
sprunginn í tvennt, kallaður Völvuleiðið, 1. 180 cm, br. 43 cm, h. 25 cm. A ann-
arri hliðinni eru nokkur strik, klöppuð í steininn, þau eru greinilega gerð af
mannahöndum, en ekki rúnir, hæð þeirra er 10 til 12 cm.79
49. Flatey, Suður-Þingeyjarsýslu, Þjms. 8596, hraungrýti, 1. 124 cm, br. 58
cm, þ. 17 cm, rh. um 10 cm:
herhulerþo orbirggþoru
Hér hvílir Þorbjörg Þorvaldsdóttir(?)
Steinninn fannst í kirkjugarðinum í Flatey 1912 og kom á Þjóðminjasafn
1922. Rúnirnar eru ójafnar og illa gerðar, greinilega af óvönum stein-
höggvara.Tímasetning í IR: 17. öld.80
50. Ljósavatn, Suður-Þingeyjarsýslu, stuðlabergsbrot, 1. um 110 cm, br. 19
cm, þ. 15 cm, rh. 7-9 cm:
her i huiler i halld__gils : d...
Hér hvílir Hall(dóra Þor)gilsdóttir...
Steinninn var þekktur í byrjun 19. aldar og var þá af surnum talinn vera
legsteinn Þorgeirs Ljósvetningagoða. Steinninn er nú geymdur í kirkj-
unni. Hann er í fjórum brotum og um 30 cm langt brot vantar. Halldóra
Þorgilsdóttir er ekki þekkt úr öðrum heimildum. Tímasetning í IR:
1400-1500.81
51. Grenjaðarstaður, Suður-Þingeyjarsýslu, í kirkjugarðinum framan við
kirkjuna, stuðlaberg, 1. 130 cm, br. 17 cm, þ. 12 cm, rh. 5,5-6 cm:
a) her : huilir : sigrid : hrafns : dotter : kuinna : biarnar : bondda
b) semundz : sonar : gud : fride : hennar : sal : til : godrar :
uonanar:
c) huer : er : letrid : les : bid : firir : blidre : sal : syngge : signad ;
ues
Hér hvílir Sigríð Hrafnsdóttir, kvinna Bjarnar bónda Sœmundssonar. Guð friði
hennar sál til góðrar vonanar. Hver er letrið les, bið fyrir blíðri sál, syngi signað
vers.
Steinninn var þekktur í byrjun 19. aldar og hefur alltaf verið í kirkju-
garðinum. Björn Sæmundsson bjó á Einarsstöðum í Reykjadal og var
kunnur maður á 15. öld. Sigríður er ekki þekkt úr öðrum heimildum en
gæti hafa verið dóttir Hrafns lögmanns Guðmundssonar. Tímasetning í
IR: 1400-1450.82