Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Side 31
RUNARISTUR A ISLANDI
35
rúnaristur á latínu fóru varla að tíðkast fyrr en á 12. öld og þá oftast í
kirkjum og á kirkjugripum.90
57. Svið, við Reykjavík, Þjms. 681, vaðsteinn, 1. 5,6 cm, rh. 3 cm.
Aletrun: Y g og ólæsilegt ártal (1682?). Steinninn fannst í maga á þorski,
sem konr á lóð gefandans vestur á Sviði 22. nraí 1869. Gefinn safninu
26/5 1869 af Olafi Steingrímssyni. Ekki er óhugsandi að steinninn sé frá
17. öld.91
58. Kirkjubrú (Kirkjustræti), Reykjavík, Þjms. 5840, steinn úr dreka, flatur
og þunnur, ferhyrnt gat á nriðju fyrir stöngina, þvm. 27 cm, gatið 2,7 cm.
Steinninn fannst við götugröft við Kirkjubrú í Reykjavík. A honum er
10 cm há bandrún fíns eða FíTs. Ristan er tæplega eldri en frá 17. öld.92
59. Tjarnargata 3A, Reykjavík, Þjms. 5140, innsigli úr tini fornt, hnapp-
laga með kringlóttri stétt, þvm. 2,8 cm, h. 1,8 cm, rh. 0,5-1,0 cm, illa far-
ið og letrið illlæsilegt. I safnskrá segir að stafirnir séu „latínuletursupp-
hafsstafir stórir. Skal jeg ekki fullyrða neitt um hvaða nöfn standa á inn-
siglinu að svo komnu.“ Undir skráningunni stendur með annarri hendi: