Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 35
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
39
16. mynd. Snœldusnúðurinn frá Stórumörk (65) er frá 13. öld. A hann er skorið nafn
Maríu meyjar og rúnastafrófið og hefur það sennilcga verið gert í verndarskyni. (Ljósm.
BengtA. Lundberg).
en báðir eru þeir líklega íslenskir. Snúðarnir eru sennilega frá 13. öld, sjá
(60) og inngang bls. 10.96
66. Stóraborg, Rangárvallasýslu, Þjms. Stb LF-1168, ritstíll úr blýi, 1. 9,6
cm, br. 2,7 cm, þ. 0,4 cm, rh. 1,8-2,0 cm. Rúnirnar eru rispaðar öðru
megin á breiða flötinn, þær eru mjög grunnar og máðar:
b I y
Stíllinn fannst 1971 á yfirborði í kirkjugarðinum við bæjarhólinn. Stílar
af þessu tagi voru notaðir til að skrifa á vaxspjöld, en þau voru notuð
fram á 15. öld. Stíllinn er því varla yngri en frá því um 1400.97
67. Stóraborg, Rangárvallsýslu, Þjms. Stb 1985:070, rúnakefli eða spjald, 1.
7,4 cm, br. 2,5 cm, þ. 0,5 cm, rh. 2,5 cm. Fundið við fornleifarannsóknir í
bæjarrústunum á Stóruborg 1985. Annar endinn er sléttur en hinn brotinn,
og sjást leifar af rúnastrikum á brotna endanum. Rúnir á báðum hliðum: