Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Side 38
42
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
cm, h. 30 cm. Rúnirnar eru ristar á skjöldinn framan á Ijóninu, h. 6,6 cm,
br. 7 cm, rh. 7-9 cm:
leon . þetta . er . gefet. gu
þi . til . dirðar . ok . hinom
helga ulaf . at. uatsfirþ
e . af . þorualdi . ok
þordiso
Ljón þetta ergefið Guði til dýrðar og hinum helga Olafi að Vatnsfirði
af Þorvaldi og Þórdísu.
Kannan var gefin safninu 1825 af syni Skúla Torlaciusar en Skúli hafði
keypt hana á uppboði eftir hinn þekkta sagnfræðing P. F. Suhm, en ekki
er vitað hvenær það komst í eigu Suhms. Sennilega er þetta sama
vatnsdýr og það sem að sögn Jóns Olafssonar fannst á dögum Jóns
prófasts Arasonar í Vatnsfirði (1636-1673) í haugi við prestsetrið ásamt
skírnarfonti, kirkjudyrahring og járnhamri.
Vatnskönnur af þessu tagi voru algengar á 13. öld og það gæti þess
vegna verið rétt að ljónið sé upphaflega kornið frá Þorvaldi Snorrasyni
og Þórdísi Snorradóttur Sturlusonar. Rúnirnar eru yngri og varla eldri
en frá 17. öld. Virðast þær vera sóttar í prentaða fyrirmynd, e.t.v. rit
OleWorms Literatura Runica (1636) eðaThomasar Bartholin Antiqvitatum
Danicarum (1689), m.a. er orðaskilamerki einn punktur neðst í línunni,
eins og tíðkast í þeim bókum. Hvort sem sagan um að ljónið hafi fundist
í haugi er sönn hefur það að öllum líkindum verið meðal þeirra
kirkjugripa sem Vatnsfjarðarkirkja seldi til Danmerkur 1651, en
samkvæmt Arbókum Espólíns seldu þá margar kirkjur „óþarfligt
inventaríum“ og áttu peningarnir sem fengust fyrir þá gripi að „setjast á
rentu hjá skilríkum mönnum í Danmörku“ (Sjá einnig inngang bls.
ll).i°2
74. Gautshamar við Stcingrímsfjörð, Strandasýslu, Þjms. 258, trafakefli, 1.
39 cm, br. 7 cm, þ. 4,5 cm, lh. 1,5-1,8 cm. Letrið er sambland af höfða-
letri, grísku letri og rúnum, sumum ókennilegum:
(t)hoRGIerduR ARNadoteR A kiefleþ KEFLED ILla krASsad ER
kneureNN ...ANNO 1720.
Þorgerður Arnadóttir á keflið. Keflið illa krassað er, knífurinn...Anno 1720.
Keflið var fært safninu 1865 af Guðmundi Sigurðssyni, aðstoðarpresti á
Stað í Steingrímsfirði, en hann fékk það og annað kefli (Þjms. 257) hjá
Sæmundi Bjarnarsyni á Gautshamri.