Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Side 41
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
45
Benedikt Narfason er nefndur í skjölum frá árinu 1495 og var senni-
lega fæddur um 1480. Stóllinn er einn af þremur stólum sem Þórunn
Jónsdóttir biskups Arasonar gaf kirkjunni á Grund 1551. Olafur Briem
keypti tvo stóla af kirkjunni 1843 og sendi þá Finni Magnússyni í Kaup-
mannahöfn, sem lét þá á Nationalmuseet. 1930 var hinn rúnum prýddi
stóll gefinn aftur hingað til lands, hinn stóllinn er ennþá í Þjóð-
minjasafninu í Höfn. Afdrif þriðja stólsins eru ekki þekkt með vissu.105
79. Saurbær, Eyjafjarðarsýslu, Þjms. 1209-1210, þrjár rúmbríkur úr furu.
Miðfjölin með upphafi sálmsins er 75 cm löng, hliðarbríkurnar eru tæp-
lega 70 cm langar, br. 28 cm, þ. 2 cm, rh. 5-6 cm:
1.
uertunumynni huilu • drifþu
hiamedheilo alafraennm
gumeiuglas igheilannbi
kara ouini- uara likamann
Vertu nú minni hvílu hjá
með heilögum englaskara,
Óvini dríf þú alla frá,
en mig heilann bevara.
Líkamann...
2-3:
sÆteiesuþu feuegihen
siert hiami durþierhsa
er sal mina • nnleiksins--
Sœtijesú þú sért hjá mér,
sál mínafel ég í hendur þér.
Sannleiksins...
Bríkurnar, sem sennilega eru frá 18. öld, voru færðar safninu 1877 af
séra Jóni Austmann, presti i Saurbæ í Eyjafirði. Versin eru úr kvöldsálmi
séra Sigurðar Jónssonar í Presthólum (1625-61), sem vinsælt var að skera
á rúmfjalir.106
80. Núpufell, Eyjafjarðarsýslu, Þjms. 1600, spónastokkur úr birki, eintiján-
ingur, sívalur, 1. 21,8 cm, þvm. 6,9-8 cm, rh. 6,4 cm. Neðan á lokinu eru
fjórar rúnir, í skránni kallaðir villuletursstafir:
e d k s