Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Qupperneq 50
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ið er með skrautlegum blómagreftri og við endana eru leturlínur um-
hverfis: VERBUM: DOMINI : MANET : —IN AETRNUM : ESA,
„orð guðs varir að eilífu.“ Á öðrurn endafletinum er einnig leturlína í
kring: ANNO : M:DC:-XV, þ.e. MDCXV. 1615. Á hinum endafletinum,
umhverfis sveifina, eru grafnar rúnir í hring:
* snorre * ionson a rimed
Snorri Jónsson á rímið.
Gæti hugsanlega verið Snorri Jónsson prestur í Eyjafirði sem kemur
síðast við skjal 5. júní 1600, þá enn prestur. Rímtalið var lagt til
Þjóðminjasafns í Kaupntannahöfn frá Kúnstkamersi konungs þar árið
1848. Kom á Þjóðminjasafn 1930.119
94. Þjms. 204, prjónastokkur skorinn, 1. 35 cm, h. 5 cm, br. 4,7 cm, rh.
1,7-1,9 cm, „með laufavið á hliðum, keðjurós á loki og fangamarki á
botni með miðaldar rúnletri.“ Rúnirnar eru fjórar dulrúnir, urn 2 cm
háar. Á spássíu safnskrár stendur um rúnirnar „sem sumar bækur kalla
klapprúnir.“ Ef stafirnir eru lesnir frá handfangi og sem þær klapprúnir
sem lón Ölafsson lýsir í Runologiu eru þeir:
1:3 1:3 4:4 2:4
þþds
En þar sem fjölmörg afbrigði af þessunr rúnum eru til í handritum verð-
ur túlkunin að teljast óörugg, sbr. nr. (95). Sigurður Guðmundsson málari
færði safninu stokkinn 1865. Hann er gamall og auðsjáanlega mikið not-
aður, sennilega frá 17. öld.120
95. Þjms. 1989, smástokkur úr beyki, 1. 15,8 cm, br. 6,9 cm, h. 6,8 cm.
Honum er svo lýst í safnskrá: „Lokið er fest á með 4 leynilokum og hafa
þær verið feldar undir 3 fleygum í lokinu, sem nú eru týndir..." Á loki,
hliðum og göflum eru tvær leturlínur: GBShsi (aftasti stafurinn er
skemmdur) A 1811... SKA. Virðist vera upphafsstafir smiðsins h(efur)
s(míðað)(stokkinn?) á(rið) 1811. „Á hliðum og göflum er upphleypt
leyniletur, á forhlið, hægra gafli og fyrri helming efri línu á bakhlið eru
hinar svo nefndu völtu rúnir eða steina skript:
abcdefgh / iklmnop / rst / uyx / zþæö, en á bakhlið og á vinstra gafli
eru hinar svo nefndu klapprúnir, merki þessara stafa í hinni fornu rúna-
röð að nokkru leyti: fuþorkhnasbægd/temp/liy.
Á bekkinn milli línanna á bakhliðinni eru skornir tölustafirnir (G)
16194. Sá fremsti er á höfði og að mestu tálgaður af aftur, þýðing þeirra
er óviss.“