Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 51
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
55
Stokkurinn gæti verið undan Jökli, leyniletrið, báðar gerðirnar, eru
með sömu röð og á blaði, sem AsgrímurVigfússon „Hellnaprestur“ sendi
fornleifanefndinni dönsku 1817 og nú er geymt í handritinu „Access
17“ í Arnasafni í Kaupmannahöfn. A því er fremst Adams letur og síðan
völtu rúnir eða steinaskrift, klapprúnir og síðast svörtu rúnir. Aftan á
blaðinu stendur „ei er jeg búinn ad skiera stokkinn.“ Líklegt er að þar sé
átt við þennan stokk. Klapprúnirnar eru ekki af sömu gerð og klapprún-
irnar á (94), enda eru mörg rúnaletur nefnd því nafni í handritum.
Stokkurinn kom á safnið 1881.121
96. Þjms. 7011, innsigli, með ferhyrndri látúnsstétt, h. 8,7 cm, þvm.
1,4x1,1 cm, rh. 0,5 crn. Tréskaft er fest á plötuna með látúnshólk. Aletr-
unin er á sléttum upphleyptum miðbekk, en gáróttur bekkur fyrir ofan
og neðan:
gudion
Guðjón
Ekki er vitað hvaðan innsiglið kom á safnið 1918.1 athugasemd í skránni
segir „virðist útlent að uppruna og ekki gamalt.“
Þjms. 14277, snældusnúður, dökkrauður sandsteinn, br. 5,8 cm, þ. 2,6 cm.
Kvarnast hefur út úr honum á alla vegu, en gatið er óskemmt. Í safnskránni
stendur: „A þeim hluta efra borðsins sem minst hefur kvarnast úr sjást nokkrar
ógreinilegar rúnir, líklega átta talsins. Vantar eitthvað á þær flestar og mega þær
heita ólæsilegar." Hér er þó varla um rúnir að ræða. Kom á Þjóðminjasafn 1950.
Tilvísaniv og athugasemdir
Skammstafanir:
1.. = lengd
h. = hæð
br. = breidd
þ. = þykkt
rh. = rúnahæð
þvm. = þvermál
FF = Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823, 1-2. Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar.
Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, Rit 24. 1983.
EB = Einar Bjarnason, Rúnasteinar og mannfræði. Arbók hins íslenzka fornleifafélags 1971,
bls. 46-73.
IR = Anders Bæksted: Islands Runeindskrifter. Bibliotheca Arnamagnæana. Vol 2. 1942.