Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 65
STEFFEN STUMMANN HANSEN
„POMPEI ÍSLANDS“
Norræni fornleifaleiðangurinn í Þjórsárdal Í939
Já, það er best að við ráðumst í stórvirki á Islandi: Þú frá Sviþjóð, Jan
Petersenfrá Noregi, ég eða einhver yngri maðurfrá Danmörku, Þórðarson
frá Islandi, hver tekur sinn bœ og svo ráðum við hálfa íslensku þjóðina til
að grafa upp Þjórsárdal. Það væri hugmynd. Við skulum rœða um það, hr.
dósent.
(Paul Nerlund í bréfi til Márten Stenbergers í desember 1933.)
Inngangur
I ágústmánuði 1896 kom Daniel Bruun, fornfræðingur (1856-1931) frá
danska þjóðminjasafninu, í Þjórsárdal við rætur Heklu. Þessi dalur var á
landnámsöid einhver frjósamasti og fegursti staður á Islandi. Bruun átti að
gera uppmælingar til viðbótar við mælingar sem Þorsteinn Erlingsson
(1858-1914) hafði gert árið áður. Þorsteinn hafði á tveimur dögum í júlí
1895 grafið upp og mælt rústirnar á Sámsstöðum og gert byrjunarathug-
anir á Snjáleifartóttum. Það verk var unnið að undirlagi Corneliu nokk-
urrar Horsford í Bandaríkjunum, en hún var að leita að efni til saman-
burðar við rústir í Massachusetts, sem taldar voru norrænar. Þorsteinn
hafði komið aftur í Þjórsárdal í september sama ár og hafið uppgröft i
Aslákstungu innri, á Skeljastöðum og Undir Lambhöfðad Bruun lýsti því
sjálfur þegar hann kom í dalinn:
„Hinn 5. ágúst skildum við ferðafélagarnir og nú reið ég og leið-
sögumaður minn lengra í norðaustur meðfram Þjórsá í hinn svo-
nefnda Þjórsárdal, sem er afdalur út úr dalnum breiða sem sanr-
nefnd á rennur um. Hér áttu að vera ævagamlar bæjarrústir, huldar
hrauni og ösku. Við svipuðumst árangurslaust eftir tindi Heklu,