Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 69
„POMPEI" ISLANDS
73
fornleifafræði. í þessum hópi fæddist hugmyndin um norrænt samstarf
við fornleifarannsóknir á Islandi.
Hvítabjörninn lagðist að bryggju í Reykjavík 26. september. Líklega
hefur Márten Stenberger haldið áfram til Kaupmannahafnar með fýrstu
ferð sem gafst, en Norlund og Hatt-hjónin voru um kyrrt á Islandi til 15.
október.13 Norlund heimsótti konsúl Dana, Frank le Sage de Fontenay
(1880-1959) sama kvöld og komið var til Reykjavíkur og næstu daga
ferðuðust Hatt-hjónin og Norlund um nreð Matthíasi Þórðarsyni þjóð-
minjaverði (1877-1961).
Það hefur örugglega verið í þessari ferð sem Norlund kynnti Matthíasi
Þórðarsyni hugmyndina um samnorrænt rannsóknarverkefni. Þó að Hatt
nefni það ekki í minnisbók sinni, er líklegt að hann hafi verið viðstaddur,
þegar þetta gerðist. Matthías tók vel í tillöguna og nú var hægt að snúa
sér að franrkvæmdum.
Aðdragandinn
Eftir að Norlund kom heim úr sumarleiðangrinum átti hann að sjálfsögðu
mjög annríkt. Það þurfti að birta niðurstöður uppgraftarins í Brattahlíð.14
Það voru þó ekki aðeins niðurstöður frá Brattahlíð sent tóku tíma
Norlunds. Hann hafði ekki gleynrt því sem rætt var um borð í Hvíta-
birninum, og í bréfi frá 2. desember 1933 skrifaði hann Stenberger:
Já það er best að við ráðumst í stórvirki á íslandi: þú frá Svíþjóð,
Jan Petersen frá Noregi, ég eða einhver yngri maður frá Dan-
mörku, Þórðarson frá Islandi, hver tekur sinn bæ og svo ráðurn við
hálfa íslensku þjóðina til að grafa upp Þjórsárdal. Það væri hug-
mynd.Við skulum ræða um það, hr. dósent.15
Vorið 1934 hafði Norlund samband við Matthías Þórðarson til að
minna hann á hugmyndina um norrænar rannsóknir á Islandi. Norlund
hafði árið áður fengið stöðu „overinspektor" við 2. deild danska þjóð-
minjasafnsins. Hann skrifaði Matthíasi bréf, dagsett 25. april 1934:
Kæri Þórðarson forstöðunraður. Þegar við komum til Reykjavíkur á
leiðinni til baka frá Grænlandi haustið 1932 og þér tókuð svo elsku-
lega á móti okkur, man ég að við settum saman áætlun einn daginn
síðdegis hálfvegis í gamni urn það að við skyldum einhvern tíma,
saman en þó sjálfstætt og hver fyrir sig, grafa í íslenskar bæjarrústir.