Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 97
„POMPEI'1 ISLANDS
101
Eftirmáli
Þjórsárdalur og rústirnar þar hafa í yfir hundrað ár laðað að sér fornleifa-
fræðinga, og vel fer á að ljúka þessari sögu um „Pompei Islands" þar sem
hún hófst — með Olafi bónda Bergssyni á Skriðufelli sem talaði við
Daniel Bruun 1896, áður en hann reið inn dalinn, og fylgdi sjálfur nor-
ræna leiðangrinum 1939 að rústunum. Olafur var þannig öðrum fremur
leiðsögumaðurinn til fornmannanna í Þjórsárdal.
Olafur Bergsson var nraður með ákveðnar skoðanir. Hann átti árum
saman hestinn Blesa sem hann hafði miklar mætur á og hafði borið lrann
nrörg hundruð sinnunr unr nálæg fjöll. Arið 1930 fór Olafur á Þingvöll,
þar senr haldið var upp á það að 1000 ár voru frá upphafi Alþingis. Hér
gekk hann fyrir konung Islands og Dannrerkur, Kristján tíunda. Hann
bað konung leyfis að verða ekki lagður í vígða nrold, þegar þar að kænri,
heldur grafinn í birkilundununr fögru fyrir ofan bæ sinn á Skriðufelli (20.
mynd). Konungur gaf leyfið og árið 1944 var Olafur jarðsettur líkt og
gert var á víkingaöld við hlið Blesa síns, senr hann hafði heygt þar átján
árunr áður (Viðauki II, 18. og 19. nrynd). Settir voru legsteinar á báðar
grafirnar. Á steininn yfir Blesa er letrað: „Hér er heygður afburðahestur-
inn Blesi er féll 1926“ (20. nrynd). Biskupi þótti þetta afleitur heiðin-
dónrur og bað Jóhann Kolbeinsson (1883-1971) að grafa upp lík Ólafs
og færa í vígða nrold. Jóhann svaraði: „Heldur læt ég höggva af nrér
hausinn en taka Olaf vin nrinn úr gröf sinni." Þá var ekki frekar að gert
og Olafur hvílir enn í gröf sinni. Hann er líklega síðasti Islendingur sem
jarðaður hefur verið nreð hesti sínunr (21. nrynd). Það nrá nreð sanni
segja að Olafur Bergsson hafi verið síðasti víkingurinn í Þjórsárdal.
Þakkir
Höfundur vill nota tækifærið til að þakka öllunt þeinr stofnununr og ein-
staklingunr, senr á síðustu árunr hafa góðfúslega aðstoðað hann, veitt
upplýsingar og svarað óteljandi spurningum. Þakkir fá Museiverket i
Helsingfors, Antikvarisk-topografiska arkivet í Stokkhólnri, danska Þjóð-
nrinjasafnið og Þjóðnrinjasafn Islands senr hafa útvegað ljósrit og ljós-
myndir. Sérstakar þakkir til Carlsbergsfondet, en fjárstuðningur úr þeinr
sjóði hefur gert það kleift að fella sanran allar þessar upplýsingar í bók
unr Þjórsárdalsleiðangurinn 1939.
Þýðing: Mjöll Snæsdóttir