Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 105
„POMPEI“ ISLANDS
109
lifnaðarhættir enn þann dag í dag - þetta eru menn af norrænum stofni, heita
margir norrænum nöfnum og þykjast af arfleifðinni. Tilvera sumra þeirra t.d. á
Hebridaeyjunum er svo frumstæð, að þeir búa í gluggalausu húsi með búpeningi
sínum,- Brennur eldur á miðju gólfi og fer reykurinn upp um gat á þakinu.
Og hvað um Þjórsárdal?
Jeg hlakka mjög til að grafa á Islandi. Eins og þjer vitið, stjórnaði jeg leið-
angrinum danska, er gróf upp bæjarrústir Islendinga á Grænlandi, og er þessu
því talsvert kunnur. Jeg álít að það sje mjög þýðingarmikið, að í Þjórsárdal hittast
sjerfræðingar frá íslandi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, hver sem árangurinn
af þessum fýrirhugaða greftri annars kann að verða. — Jeg skoða samfund okkar
sem einskonar sjerfræðingamót norrænt og það er trúa mín og von, að hann
megi Islandi og fornfræðinni yfirleitt að gagni verða.Tel jeg einkar heppilegt, að
með okkur skuli verða eini Islendingurinn, sem stundar þessi fræði í Kaup-
mannahöfn, Kristján Eldjárn frá Tjörn í Svarfaðardal. Hann var með mjer á
Grænlandi. Það er efnilegur náungi, get jeg fullvissað yður um.
Jeg tek í höndina á þessum karlmannlega fræðimanni, er sjálfur gæti víkingur
verið, þakka honum viðtalið, og býð hann velkominn til Islands, þótt enn sje
blessaður Brúarfossinn í úthafi.
Mbl. 8. júlí 1939, bls. 4.