Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Side 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Sigurður ákvað þegar í stað að hætta greftri og tilkynnti sýslumanni,
Hjálmari Vilhjálmssyni, um fundinn. Kom hann síðan tilkynningunni
áfram til Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar. Ekki voru tök á að
gera fornleifarannsókn á staðnum þá og vegna þess að vetrarforði skepn-
anna á bænurn lá undir skemmdum var þeim Sigurði og Birni fyrirskipað
að ljúka við gerð súrheysgryfjunnar þrátt fyrir fund minjanna.4
Greftrinum var því haldið áfram. Fljótlega var komið niður á um 0,50
metra þykkt urðarlag, sem Sigurður taldi vera gamalt aurhlaup. Undir
urðarlaginu tók moldarlag við. Þar fundu þeir Sigurður og Björn stórar
steinhellur sem var raðað í 1,20 metra langa lögn. Steinaröð þessi snéri
austur og vestur og hvarf inn undir brún gryfjunnar.5 Vegna nákvæmra
fyrirmæla um hversu stór gryfjan átti að verða grófu þeir ekki út fyrir
enda steinaraðarinnar.
Sigurður og Björn hreinsuðu því næst moldina af hellunum og fjar-
lægðu þær svo úr gryfjunni. Þá fyrst varð þeim ljóst að þær tilheyrðu
gröf sem var hlaðin úr grjóti, eins og um steinkistu væri að ræða sam-
kvæmt frásögn Sigurðar. Beinin sem lágu í ,,steinkistunni“ voru frekar
illa varðveitt og virtist Sigurði sem að þau væru af hávöxnum manni.
„Steinkistuna" fundu þeir á 1,30 m dýpi, rétt sunnan við steinaröðina
sem áður var getið. Fyrrnefnda gröfm lá aftur á móti norðan við steina-
röðina, rétt undir grassverðinum.6
Sigurður og Björn héldu enn áfram að grafa fyrir súrheysgryfjunni.
Nú komu þeir niður á torkennilega, ósamfallna holu á 1,50 rnetra dýpi
við suðvesturbarnr gryfjunnar. Að sögn Sigurðar var hún nánast ferkönt-
uð og mældist um 35 cm á hvorn veg. I holunni voru jarðvegsleifar sem
Sigurður og Björn kunnu ekki skil á.7 Holan hefur að öllum líkindum
verið ein af stoðarholum kirkjunnar sem síðan kom í ljós við uppgröft-
inn sumarið 1998.
Sigurður Magnússon gróf öll bein sem fundust aftur skammt frá súr-
heysgryfjunni en hún var notuð í mörg ár eftir þetta. Fornleifauppgröftur
hófst síðan á Þórarinsstöðum snemma sumars 1998, 60 árum eftir beina-
fundinn. Þegar uppgreftri lauk síðla sumars 1999 höfðu fundist á staðn-
um 60 grafir og tvö byggingarstig kirkju úr timbri.
Tvö byggingarstig timburkirkju
Eldri kirkjan mældist 2,70 cm breið og 3,30 m löng að innanmáli. Kór-
inn var 1,5 m á hverja hlið. Heildarlengd eldri kirkjunnar er 4,80 m.
Þessi kirkja hafði brunnið til grunna og ný verið reist á grunni hennar, af