Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 114
118
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
í grafreitnum. Samtals voru tekin 13 sýni af hrossatönnum af uppgraftrar-
svæðinu. Þetta er sérlega athyglisvert í ljósi hugmynda unr hrossakjötsát í
heiðnum sið. I einni af þeim stoðarholum, sem tilheyrðu yngra bygging-
arstigi kirkjunnar, fundust einnig tvær tennur úr svíni.
Lítið eldstæði fannst í grafreitnum sunnan við kirkjugrunninn, og
verður að telja það athyglisvert. I fyrstu var talið að einhver tengsl væru á
milli kolanna í eldstæðinu og kolanna í gröfunum, t.d. að eldstæðið hefði
verið notað í sambandi við einhverja ákveðna helgisiði. Viðarkol úr eld-
stæði þessu kynnu að hafa verið lögð í grafirnar.
Greining sýndi að ekki var um að ræða sömu viðartegundir í eldstæð-
inu og í gröfunum, svo tengsl þess við greftrunarsiði eru ólíkleg. Stað-
setning eldstæðisins er engu að síður sérstök og hlutverk þess óljóst.Verið
getur að þarna hafi verið kveiktur eldur til að svíða enda hornstoðanna
til að varna því að þeir fúnuðu í jörðinni. Þær leifar sem fundust af stoð-
unum voru einmitt sviðnar og það er þekkt aðferð til fúavarnar að svíða
enda staura og stoða sem reka átti í jörðu.
Gripir
Margir merkir gripir fundust við fornleifarannsóknina á Þórarinsstöðum
sumurin 1998-1999. Fyrra sumarið fannst steinkross, sá fyrsti sem fundist
hefur heill á íslandi, tvö met og sörvistala. Síðara sumarið fundust enn
fleiri munir, þar á meðal silfurhringur, silfurmynt, altarissteinn og tveir
steinkrossar til viðbótar. Auk þessa voru greindar í grunnum kirkjunnar
tvær viðartegundir, linditré og miðjarðarhafsfura, sem verið gætu leifar
kirkjugripa eða innréttinga.
Fingurhringur úr silfri
Silfurhringur fannst í gröf 22 í vestanverðum grafreitnum. Engin bein
fundust í gröfinni, og aðeins mylsna úr tönnum. Af gerð hringsins má
ráða að hann hafi verið smíðaður á víkingaöld. Hann er búinn til úr sí-
völum teini en endar hans eru brugðnir saman í hnút og myndar hnút-
urinn jafnframt einfalt skraut. Þessi aðferð er vel þekkt. Hún var mikið
notuð við smíði ýmissa skartgripa, svo sem armbauga og hringa, á síðari
hluta víkingaaldar um alla norðanverða Evrópu.19
Fingurhringar voru tiltölulega fátíðir sem skart á víkingaöld.Venjulega
bar fólk steinasörvi og bauga úr silfri eða gulli um háls sér eða úlnliði, en
sjaldan fingurhringa.20 Ennfremur var algengt að festa skart í flíkur þær er
fólk bar, bæði til skrauts og til þess að festa þær saman.