Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 115
TIMBURKIRKJA OG GRAFREITUR UR FRUMKRISTNI
119
3. mynd. Fingurhringur úr silfrifannst í gröf 22. Skreyti hans bendir til þess að liann hafi verið
smíðaður á síðari hluta víkingaaldar (Teikn. Fanny McNamara, Minjasafn Austurlands 2000).
Óvíst er hversu margir fmgurhringar frá víkingaöld hafa fundist á Is-
landi. Auk hringsins, sem fannst á Þórarinsstöðum, er einungis einn annar
fingurhringur til varðveittur hérlendis.21 Hann fannst í kumli á Hafur-
bjarnarstöðum í Miðneshreppi. Til eru frásagnir um þrjá aðra fingur-
hringa, sem hafi fundist hérlendis. Þeir eru allir glataðir. 22 Til gamans má
geta þess hér að armbaugur í silfursjóðnum, sem fannst á Miðhúsum árið
1980, er smíðaður með sama hætti og umræddur fmgurhringur. Skreyti
þeirra er eins og handbragð það sama.
Danskt brotasilfur
Brotasilfur er algengt orð um gjaldmiðil víkingaaldar, en sjóðir frá þeim
tíma innihalda klipptar myntir, armbauga, teina og fleiri búta úr silfri.
Myntirnar voru oft klipptar til helminga eða í þórðunga og greitt með
þeim þannig.23 Myntbrotið sem fannst á Þórarinsstöðum er einn fjórði
úr heilli mynt og er úr silfri.
Tiltölulega auðvelt er að tímasetja myntir vegna þess að þær eru
venjulega slegnar fyrir ákveðna þjóðhöfðingja og merktar þeinr. Myntin
sem fannst á Þórarinsstöðum er eftirlíking af engilsaxneskri nrynt, dönsk
að uppruna, líklega slegin í stjórnartíð Hörðaknúts hins danska á árunum
1040-1045.Vegna þess hve brotið er lítið er erfitt að greina það með ná-
kvæmni. Því kemur einnig til greina að myntin hafi verið slegin í tíð
Magnúsar góða (1042-1047).
Norrænar þjóðir byrjuðu að líkja eftir engilsaxneskum mynturn árið
1014. Urnrædd mynt getur því ekki verið eldri en það, kynni hún að
vera slegin af öðrum konungi en Hörðaknúti eða Magnúsi góða.24
Fáar stakar rnyntir frá víkingaöld hafa fundist á íslandi hingað til.Aftur
á móti eru tveir silfursjóðir, sem innihalda myntir, til varðveittir hérlend-
is. Stöku myntirnar eru nú sex talsins, að Þórarinsstaðamyntinni meðtal-