Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
krossar hafa fundist á skosku eyjunni Iona, við Stavangur og víðar í
byggðum víkinga í Norður-Evrópu.30
Steinkrossar frá fyrstu árum kristni hafa fundist við fornleifarannsóknir
víða á Norðurlöndum. I Noregi eru um 60 steinkrossar til varðveittir.31
Margir krossanna hafa fundist við kristna grafreiti. Þessir grafreitir eiga
það sameiginlegt að hafa í fyrstu verið notaðir í heiðnum sið og þeim
síðar breytt í kirkjugarða. Margir fræðimenn telja skýringuna á þessu
liggja í því að þegar heiðnir menn tóku kristna trú reyndu þeir að kristna
látna forfeður sína með því að koma fyrir kristnum táknum á gröfum
þeirra.32
Steinkrossarnir þrír stóðu við norður- og austurhlið kirkjunnar á Þór-
arinsstöðum, þ.e. þær hliðar er vissu að hafi. Þeir blöstu því við sæfarend-
um sem sigldu inn fjörðinn til merkis um búsetu kristinna manna á
staðnum. Ekki er hægt að fullyrða hvort þeir hafi upphaflega staðið við
ákveðnar grafir.
Tvisvar áður hafa fundist brot úr steinkrossum við uppgröft á Islandi.
Annað þeirra er hluti af armi úr írskum krossi sem fannst við uppgröft
kirkju á Stöng í Þjórsárdal.33 Hitt brotið fannst við uppgröft klausturrústa
íViðey. Stangarkrossinn er líklega frá síðari hluta 10. aldar en aldurVið-
eyjarkrossins er óviss.
Linditré og Miðjarðarhafsfura
Auk þeirra gripa sem áður er lýst fundust í kirkjugrunninum á Þórarins-
stöðurn töluverðar viðarleifar. Sýni af þessum viðarleifum reyndust vera
af linditré og miðjarðarhafsfuru, líkast til leifar af innansmíð eða líkn-
eskjum úr kirkjunum.34 Þessar trjátegundir vaxa ekki á Islandi og hvor-
uga rekur hér á fjörur. Linditré vex rnjög víða um Evrópu en trjátegund-
in hentar ekki til bygginga. Hún var því venjulega notuð til smíða á líkn-
eskjum eða öðrum útskornum kirkjugripum, sér í lagi á fyrri hluta mið-
alda. Miðjarðarhafsfura vex eingöngu í löndunum sem liggja að Miðjarð-
arhafinu, eins og nafnið ber með sér. Hún var venjulega notuð til smíði
skipa.35 Geta má þess hér að flest þeirra 60 rómversku skipa, sem fundist
hafa að undanfornu við umfangsmikinn uppgröft á fornri höfn í Pisa á
Italíu, voru gerð úr innlendri Miðjarðarhafsfuru.36
Lítið er vitað um innansmíð í trúboðskirkjunum svokölluðu, þ.e. elstu
kirkjum Norður-Evrópu, eins og þeirri er rannsökuð var á Þórarinsstöð-
um því að engin slík kirkja er til varðveitt. Verið getur að innviðir og
hurðir trúboðskirknanna hafi verið skreyttir með útskurði. Ölturun voru
líkast til úr tré. A þeim lá venjulega biblía, kaleikur, patína og kertastjakar