Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 123
TIMBURKIRKJA OG GRAFREITUR UR FRUMKRISTNI
127
Gripir þeir sem fundust við uppgröftinn falla og allir innan ramma
þessarar aldursgreiningar frá 10.-13. aldar. Ritaðar heimildir geta ekki um
það hvenær kirkja var reist á Þórarinsstöðum, en í Vilchinsmáldaga frá
1397 er ýmissa kirkjugripa getið, m.a. kirkjuklukkna og altarisklæðis.45
Munnmælasögur herrndu jafnframt að kirkja eða bænhús hefði staðið á
bænum í fyrndinni en hefði verið flutt yfir fjörðinn á kirkjustaðinn
Dvergastein. Þar er vígð kirkja á fyrri hluta 13. aldar.46
Kirkjunnar á Þórarinsstöðum er ekki getið í kirknaskrá Páls biskups
frá upphafi 13. aldar. Ef til vill hefur hún verið aflögð þegar skráin var
gerð. Það er þó ekki víst, enda eru í skránni aðeins taldar þær kirkjur sem
presta þurfti að fá til.47
Samhengi í helgihaldi
Rannsóknir á kristnitökunni á Norðurlöndum hafa löngum stuðst við
hugmyndir um samhengi í helgihaldi, þ.e. hugtak sem nefnt er á norður-
landamálum kultkontinuitet en continuity of cult á ensku.48
Þessar hugmyndir hafa lengi verið við lýði og skipta rnáli í skilningi
manna á trúskiptunum og ástæðum þeirra. I þessu sambandi hefur mikið
verið rætt urn hvort líta beri á trúskiptin sem skyndilega breytingu frenr-
ur en hægfara þróun. Sumir fræðimenn hafa litið svo á að trúskiptin hafi
átt sér tiltölulega stuttan aðdraganda og verið fremur pólitísks eðlis en fé-
lagslegs. Þeir sem telja að samhengi hafi verið í helgihaldi frá heiðni til
kristni líta svo á að menn hafi breytt um átrúnað með táknrænum hætti.
Hugleiðingar um þetta efni tengjast rnjög umræðu unr uppruna staf-
kirkjubygginga og leitinni að hinu heiðna blóthúsi, hofinu. Þeir sem telja
að helgihald hafi verið sanrfellt á tilteknum stöðunr telja að stólpabygg-
ingarnar, senr víða nrá finna undir uppistandandi staf- og steinkirkjum á
Norðurlöndunr, séu í raun leifar hofa senr reist hafa verið nreð lrinni vel-
þekktu stólpahúsatækni.
Meginhugnryndin unr samhengi í helgihaldi er þannig sú að hofunr
hafi verið breytt í kirkjur, og jafnfranrt þórshönrrunr í krossa, kunrlastæð-
unr í kirkjugarða, höfuðbólum í prestsetur, og svo nrætti lengi telja.
Norskur sagnfræðingur, McNicol, hefur rannsakað og ritað ítarlega unr
tilkonru og þróun hugmyndarinnar unr samhengi í helgihaldi.49 Hann
telur að hugnryndin sé runnin frá skipun Gregoríusar nrikla til trúboðs-
biskupsins Ágústínusar árið 601, þar senr svo er mælt fyrir að hof skuli
ekki rifin heidur skuli vígja þau sem kirkjur og auðvelda þannig heið-
ingjunr að taka kristna trú.50