Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 127
TIMBURKIRKJA OG GRAFREITUR UR FRUMKRISTNI
131
sér enga stoð og gagnrýndi harkalega það að líkja hofum við kirkjur.59
Olsen var sérlega vantrúaður á þá hugmynd að hof hefðu verið sérstakar
byggingar og varpaði því fram þeirri skoðun sinni að skiptingin á milli
hins andlega og hins veraldlega, sem einkennir kristna trú, hafi ekki verið
til í heiðnum átrúnaði. Þar með væri þörfm fyrir sérstakt blóthús eða hof
ekki fyrir hendi.60
Olsen hafnaði því þó ekki algjörlega að menn hefðu iðkað heiðna trú
einhversstaðar. Hann gat hugsað sér að það hefði verið gert í skálabygg-
ingunum sjálfum. En hann var ekki trúaður á að menn hefðu vísvitandi
endurnýtt hof sem kirkjur til að búa til samhengi i helgisiðum við
kristnitökuna. Hann benti jafnframt á að þau gögn sem hugsanlega gætu
sýnt fram á að hof hefðu verið til sem sérstakar byggingar væru afar
brotakennd og yfirleitt ekki laus við áhrif af kristnum sið.61
Kenningar Olafs Olsens mörkuðu tímamót í umræðunni um sam-
hengi í helgihaldi. Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna þær urðu jafn
margumtalaðar og raun bar vitni. Kannski var það vegna þess að hann af-
skrifaði þessa rótgrónu hugmynd sem gamla og rómantíska óskhyggju.
Umræðunni var þó síður en svo þar með lokið. Um svipað leyti og
Olsen birti ritgerð sína stóð yfir uppgröftur á kirkju og kirkjugarðsleifum
á Mæri í Þrændalögum í Noregi. Stjórnandi hans var sænski fornleifa-
fræðingurinn Hans-Emil Lidén. A Mæri stóð steinkirkja, senr talin er
reist á 12. öld, en undir henni var vitað unt eldri rústir.Við uppgröft á
þeim taldi Lidén sig geta greint ummerki eftir að minnsta kosti tvær
stólpabyggingar, báðar frá því fyrir 1030, og 60 grafir sem þeim til-
heyrðu.62 I stoðarholum þessara eldri bygginga á Mæri fundust síðan
svokallaðir „guldgubbar", þ.e. litlar gullplötur með mannamyndum
þrykktum á, sem Lidén túlkaði sem óræk merki um fórnir norrænna
manna til hinna heiðnu guða.63
Þessar niðurstöður Hans-Emils Lidéns gengu þvert á nýlegar kenning-
ar Olafs Olsens. Lidén var sannfærður um að þarna væru leifar hofs úr
heiðnum sið og að stólparnir hefðu verið öndvegissúlur í hásæti Þórodds
hins gamla, prests og höfðingja á Mæri, sem segir frá í Landnámu.64
Eftir að þeir Olsen og Lidén birtu niðurstöður sínar, hófst á milli
þeirra snörp ritdeila um það hvort hægt væri að sýna fram á vísvitandi
samhengi í helgihaldi frá heiðni til kristni. Aðrir fræðimenn blönduðu
sér einnig í umræðuna en svo varð langt hlé á henni. A nýhðnum áratug
blossaði síðan umræðan upp að nýju, með niðurstöðum úr nýjum rann-
sóknum. Byggingar nreð niðurgröfnum hornstoðum fundust æ víðar við
viðgerðir eða rannsóknir á uppistandandi staf- og steinkirkjum á Norð-