Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
urlöndum, svo sem í Eskilstuna, Frösö, Lisbjerg og Hörning, auk þess sem
fleiri gullplötur með mannamyndum á fundust við fornleifarannsóknir í
þessum kirkjum. Margir töldu sig nú hafa fundið óyggjandi sannanir um
tilvist hinna heiðnu hofa og að tími væri til kominn að taka upp umræð-
una enn á ný.
I framhaldi af þessu var ráðist í nokkur stór rannsóknarverkefni sem
áttu að fjalla um trúskiptin. Eitt þeirra var þverfaglega verkefnið „Reli-
gionsskiftet i Norden“ en það hófst árið 1993.Vinna við það stóð yfir í
þrjú ár, allt til ársins 1996. Aðalmarkntiðið var, eins og segir í lokaskýrslu,
að „...bringe fram ny kunnskap om endringerne i samband med reli-
gionsskiftet, men ogsá á vise kontinuiteten i den nordiske kulturen.“65
Verkefnið einkenndist af þverfaglegum efnistökunr og eins gætti áhrifa
póstmódernismans, sem farinn var að setja svip sinn á hugvísindi á þess-
um tíma. Mörg rit og greinar voru birtar en óyggjandi niðurstöður voru
færri.Verkefnisstjórinn, norski prófessorinn Magnus Rindal, sagði við lok
verkefnisins að greina mætti jafnt rof hefða og samhengi í helgisiðum
norrænna manna við kristnitökuna.66 Og segja má að enn sé þekking
okkar á trúskiptunum og hugsanlegu santhengi í helgihaldi ákaflega tak-
mörkuð og mörgum spurningum ósvarað.
Þórarinsstaðir og kenningin um samhengi i helgihaldi
Hægt er að aðgreina grafsiði heiðni og kristni á nokkrunr atriðum. Til
dæmis er hægt að skoða áttahorf grafanna. I heiðnum sið virðist áttahorf
hafa haft sterk áhrif á val á grafarstæði. Kristnar grafir snúa aftur á móti
nánast undantekningalaust í austur og vestur. Það sama gildir um það
hvernig lík voru lögð til í gröfunum. I kristnum sið eru lík venjulega
jörðuð liggjandi á baki en í heiðnum sið voru menn lagðir til með
ýmsum hætti, oft á hlið með uppdregin hné.67
Haugfé er venjulega talið vera persónulegar eigur hins látna og oftar
en ekki innihalda heiðnar grafir aðeins einn grip.68 Þetta þýðir þó ekki
að gripir í gröfurn þurfi að vera til vitnis um iðkun heiðins siðar, því vit-
að er til þess að fólk hafi einnig verið jarðað með persónulegum eigum
sínuni í kristnum sið. Venjulega er þá einungis um að ræða einn grip í
hverri gröf.
Söntu sögu má segja af viðarkolum í gröfum. I heiðnum sið tíðkaðist
það meðal ákveðinna þjóðfélagshópa að brenna lík fyrir greftrun, þó að
dæmi þess séu óþekkt hérlendis í minjum frá víkingaöld.69 Dæmi eru
hins vegar um viðarkol í víkingaaldargröfum hérlendis og er notkun