Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Síða 129
TIMBURKIRKJA OG GRAFREITUR UR FRUMKRISTNI
133
þeirra venjulega talin vera áhrif frá bálfararsiðum og brunakumlum.70
Rétt er að minna á það að viðarkol voru samt sem áður einnig lögð í
grafir í kristnum sið en ástæður þess eru ekki ljósar. Sumir hafa talið að
það væri til að eyða nálykt eða e.t.v. til að marka grafir tignarfólks.71
Ef þeir þættir sem greint er frá hér að ofan eru skoðaðir með tilliti til
minjanna á Þórarinsstöðum geta þær allt eins fallið í ramma heiðins sem
kristins siðar. Þar er þó að finna, þegar á heildina er litið, fleiri óyggjandi
merki þess að kristin trú hafi verið iðkuð á staðnum, frekar en heiðinn
siður. Það eru fyrst og fremst kirkjubyggingarnar sjálfar, grafreiturinn, alt-
arissteinninn og krossarnir þrír.
Grafirnar í grafreitnum á Þórarinsstöðum snúa allar austur og vestur,
samkvæmt reglum kristinnar trúar, að einni gröf undanskilinni. Athuga
ber að Seyðisfjörður hefur þetta sama áttahorf og því liggja grafirnar
jafnframt eftir landslaginu. Silfurhringur fannst í einni gröfinni á Þórar-
insstöðum og mætti líta á hann sem haugfé eða sem persónulega eign
sem látin var fylgja eiganda sínum af óþekktum ástæðum. Hann sker því
ekki úr urn hvort telja beri gröfina heiðna eða kristna.
Stellingar þeirra sem jarðaðir voru í grafreitnum eru mismunandi og
minna sumar þeirra á heiðnar greftrunarvenjur. Margir hafa verið jarðað-
ir liggjandi á hlið og sumir á baki en öll líkin höfðu verið lögð til með
bein hné. Jafnframt fannst mismikið af kolum í allflestum gröfunum. I
sumum grafanna á Þórarinsstöðum fundust einstaka kolantolar, í öðrum
höfðu líkin verið lögð á kolalag og einnig þakin kolum.
Samkvæmt þessu er ekki hægt að útiloka að einhverjar grafir séu frá
því í heiðnum sið. Auk þess eru minjarnar á Þórarinsstöðum aldurs-
greindar frá 10.-12. aldar, þ.e. frá heiðnum til kristins tíma. Er þá hægt að
halda því frant að minjarnar á Þórarinsstöðum sýni fram á samhangandi
helgihald á staðnum frá heiðni til kristni? Getur hugsast að fyrri kirkjan
þar hafi verið reist í heiðnum grafreit eða hún hafi verið hof, eins og
elsta byggingin á Mæri, og að henni hafi síðan verið breytt í kirkju? Eg
tel svo ekki vera. Ef skoðuð er grunnmynd uppgraftrarsvæðisins á Þórar-
insstöðum sýnir hún grunn kirkju og kirkjugarðs.
Heiðni og kristni
Minjarnar á Þórarinsstöðum og áðurnefndar minjar á Mæri í Noregi,
Horning í Danmörku, Frösö í Svíþjóð og fleiri stöðum72 líkjast allar í
heild rnjög hver annarri, enda allar frá svipuðu tímabili í norrænni frurn-
kristni. Niðurstöður úr fornleifarannsóknum á Mæri, Horning og Frösö