Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 131
TIMBURKIRKJA OG GRAFREITUR UR FRUMKRISTNI
135
þættar og í mörgu ósamstæðar trúarlegar siðvenjur sem íslendingar
deildu með öðrum Norðurlandabúum. Hann bendir jafnframt á að í
hugtakinu felist hvorki sá skilningur að um heildstæð trúarbrögð hafi
verið að ræða, né að átrúnaður þessi hafi verið bundinn við Norðurlönd
eingöngu.74
Eg vil hér nreð taka undir þessa skoðun hans og tel varasamt að líta á
heiðni sem fastmótuð trúarbrögð í líkingu við kristni. Norrænum átrún-
aði og kristinni trú hefur í gegnum tíðina alltof oft verið ranglega stillt
upp hvoru á móti öðru sem andstæðum, svörtu og hvítu.
Hugmyndir okkar um norrænan átrúnað höfum við fengið að mestu
úr rituðum heimildum sem skráðar voru af kristnum mönnum, að öilum
líkindum eftir munnmælasögum um heiðna menn. Spurningin er því
hvort það hafi ekki verið kristnir menn sem hafi sett alla „trúlausa" undir
einn og sama siðinn, sem þeir kölluðu heiðni. Með öðrum orðum:
Bjuggu kristnir menn til heiðna trú til að stilla upp gegn kristninni, sem
tveimur andstæðum pólum, góðu gegn illu?
I þessu samhengi er rétt að velta fyrir sér hvort hofin eða blótstaðirnir
séu ekki einnig hugarfóstur kristinna manna sem andstæður við kirkj-
urnar? Hvað vissu kristnir menn á miðöldum i raun og veru um átrúnað
og siði á víkingaöld? Þrátt fyrir að þessum spurningum sé hér varpað
fram, þarf ekki að efast um, frekar en Olsen gerði á sínum tíma, að
heiðnir menn hafi iðkað trúar- eða helgisiði sína með einhverjum hætti
og þá eflaust með ýmsu móti.
Við þetta er því að bæta að í raun og veru kemur hvergi neitt fram í
rituðum miðaldaheimildum sem gæti bent til samhengis í helgihaldi frá
heiðni til kristni fyrir utan það sem kemur fram í bréfi Gregoríusar páfa
frá 601. Samt sem áður má segja að umræðan um slíkt samhengi hafi allt
til dagsins í dag skipt meginmáli í rannsóknum á trúarbragðaskiptunum.
Eins og fyrr er ritað get ég ekki greint nein afgerandi merki sem
benda til vísvitandi samhengis í helgihaldi á Þórarinsstöðum, hvorki að
önnur eða báðar byggingarnar hafi verið hof eða að einhverjar grafanna í
kirkjugarðinum séu kuml. Aftur á móti má túlka grafsiðina á Þórarins-
stöðum sem vísbendingu um að íslensk frumkristni hafi i raun ekki
greint sig mikið frá siðum hins norræna átrúnaðar. Kristin trú mótaðist
eflaust af hinum fjölþætta og ósamstæða norræna átrúnaði, ómeðvitað en
ekki vísvitandi. Að mínu mati mætti því frekar tala um „blandaða menn-
ingu“ í stað samhengis í helgihaldi en einmitt þessi óljósu skil milli
blandaðrar menningar og samhengis í helgihaldi geta hafa reynst villandi.
Oft hefur verið horft á trúskiptin sem dramatíska umbyltingu, eins og