Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 140
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
annars líklegt að gefendurnir hefðu ráðið einhveiju um inntak og út-
færslu myndanna? Var hægt að finna svipað myndefni annars staðar í
danska ríkinu?
Altaristaflan hlaut að vera dönsk, að minnsta kosti að koma frá Dan-
mörku. Svörin hlutu að liggja í Kaupmannahöfn.
Sjaldgæft myndefni
Fyrst lá fyrir að átta sig betur á myndefninu. Upprisan sem höfuðmynd í
miðjunni átti ekki að koma á óvart. Hún reyndist þó, þegar að var gáð,
fremur sjaldgæft myndefni á nriðfleti altaristafla í Danmörku á þessum
tíma. Af 114 slíkum, sem þekktir eru í austurhluta Danmerkur á dögum
Kristjáns IV., kemur í ljós að kvöldmáltíðin er langalgengasta myndefnið
á miðfleti (midtfelt). Krossfestingin er rúmlega hálfdrættingur á við
kvöldmáltíðina en upprisan kemur aðeins fyrir á níu miðflötum af þess-
um 114. Að vísu voru altaristöflur oft á tíðum margskiptar og þá kemur í
ljós að upprisan slær öllu öðru myndefni við á efsta fleti (topfelt).3 I
fljótu bragði virðist upprisan á Krossi meðhöndluð með venjulegum
hætti en með samanburði við aðrar slíkar kemur sérstaða í ljós.4 Her-
menn birtast hér í munna grafhvelfmgarinnar (hellisins), eins og innrásar-
menn. Nær undantekningalaust er þetta annars túlkað með þeim hætti
að varðmenn hrökkva frá er Kristur birtist upprisinn enda hafa þeir stað-
ið vörð um lík hans.
Hliðarmyndin til vinstri er af píslarvætti Krists, ekki Kristi á krossinum,
ekki Ecce homo (sjáið manninn), ekki húðstrýkingunni og heldur ekki
krýningu með þyrnikórónu þó að skyldleiki sé vissulega fyrir hendi. Hér
er Kristur standandi með krosslagðar og bundnar hendur og með nokkur
tákn þjáningarinnar í kringum sig. Þetta myndefni, sem Danir kalla
„smertensmanden", tíðkaðist einkum á seinni hluta miðalda en var fágætt
eftir það.5 Að vísu gekk svipað stef í endurnýjun lífdaganna á dögum
Kristjáns IV. Konungurinn var á morgunbæn í Rothenborgarhöll í Norður-
Þýskalandi 8. desember árið 1625 þegar honum birtist sýn — Kristur
sitjandi með þyrnikórónu, með brotinn reyrstaf í hendi og blóð streyindi
úr sárum hans. Þetta endurspeglaði áhyggjur hans af nauðum þeim sem öll
evangelíska kirkjan var stödd í. Málverk af sýn Kristjáns konungs ásamt eigin-
handarlýsingu hans á atburðinum hangir uppi í Rósenborgarhöll í Kaup-
mannahöfn og varð tilefni margra eftirlíkinga. Þessi sýn hvatti Kristján
enn frekar til að verja málstað mótmælenda gegn heijum kaþólskra með
her sínum.6 Því stríði tapaði hann meðanTyrkir rændu á Islandi.