Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 143
SVERÐ UR MUNNI ICRISTS A KROSSI
147
átt hljómgrunn. Hún var uppspretta myndefnis allt frá fornkristni, var
meðal annars algeng í bókaskreytingum í Norður-Afríku og á Spáni og
þar undir vissunr arabískum áhrifum.9 Hámarki náði myndgerð Opin-
berunarbókarinnar með tréristuflokki Albrechts Dúrers sem birtist árið
1498. Þetta eru fjórtán kraftmiklar og hugmyndaríkar útfærslur á völdunr
stöðunr í bókinni. Sú fyrsta er Kristssýn Jóhannesar; þar trónir Kristur í
hásæti á regnboga og allt unrhverfis hann ogjóhannes eru skýjabólstrar.
Fáunr árunr eftir að Dúrer dró upp spádónra Opinberunarbókarinnar
logaði kristin kirkja í Evrópu í átökunr. Var ekki eins og eitthvað hefði
ræst afválegunr orðunr Jóhannesar?
Glíina Lúthers við Opinberunarbókina
Til að átta sig á skilningi norrænna lútherstrúarmanna á Opinberunar-
bókinni er hollt að líta til þess nranns senr trúarhreyfingin er kennd við,
Marteins Lúthers. Utleggingar hans á Biblíunni, þar á nreðal á Opinber-
unarbókinni, voru prentaðar í norrænum útgáfum hennar allt franr á
fyrrihluta 17.aldar.
Lúther glínrdi lengi við Opinberunarbókina og breytti unr viðhorf og
áherslur eftir því senr atburðir gerðust í samtíð hans.10 Franran af var
honunr tanrt að vitna til bókarinnar og nota líkingar úr henni svo senr
unr Babýlonshóruna senr hann líkti Rónrarkirkjunni við. Síðan tók hann
að fyllast efasemdum, að nokkru vegna óróleika í samfélaginu og lrreyf-
inga senr lröfðu spámannlegan og launhelgaðan boðskap í farteskinu.
Lúther snerist gegn þessunr hreyfingum og sá að boðskapur þeirra var
ekki allsendis ólíkur Opinberunarbókinni. Sú bók er einnig full af óljósu
myndmáli, ekki klár og kvitt eins og hjá postulunum, segir hann í svo-
kölluðu septenrbertestanrenti 1522. Pétur, Páll og Kristur í guðspjöllun-
unr tala ekki í nryndunr og sýnunr eins og hér er gert, sagði Lúther.11
Erfitt er að halda því fram að Kristur beiti ekki myndmáli, t.d. í Fjall-
ræðunni, en þessi afstaða Lúthers speglar ef til vill áherslu hans á orðið og
takmarkaðan áhuga á nryndunr yfirleitt þótt hann væri ekki á nróti þeinr
og sæi gagnsenri þeirra til að upplýsa einfalda alþýðu nranna. Og Lúther
vildi ekki kasta Opinberunarbókinni út úr Biblíuútgáfunr sínunr eir lét
aðeins þessar efasemdir unr bókina í Ijós senr persónulegt álit: „Ich sage
was ich fúhle.“12
Síðan varð enn breyting á afstöðu Lúthers. Hann tók að fást við
þýðingu á Daníelsbók senr Opinberunarbókin sækir nrikið i. Þetta starf
hafði sín áhrif en nreiru varðaði þó að atburðir urðu í Evrópu senr ógn-