Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 151
SVERÐ UR MUNNI KRISTS A KROSSl
155
sóknarprestur og áhugamálari málaði á altaristöflu 1689. Og hún kemst
einnig að því að þessi titilmynd Greýs á sjálf fyrirmynd — í biblíuskreyt-
ingu Merian. Þetta er hins vegar ekki titilsíðan sem var fyrirmynd altaris-
töflunnar á Krossi, sem er fyrir Nýja testamentinu, heldur forsíðan á allri
biblíuútgáfunni.30
Kaupmanns gjöf og lögréttumanns
Nú er spurningin hvort Níels Klemensson kaupmaður og Kláus Eyjólfs-
son sýslumaður yfirVestmanneyjum, menn sem höfðu reyntTyrkjaránið á
eigin skinni, hafa setið saman yfir ölkrús í Dönskuhúsunr, segjunr sumar-
ið 1648, og rætt um altaristöflu til að gefa til Krosskirkju í heimasveit
Kláusar og kaupmaður hafi dregið fram glóðvolga biblíu Kristjáns kon-
ungs með hinum glæsilegu titilblöðum. Kláus var svo heppinn að geta
snarað á borðið annarri nýlegri biblíu, á íslensku, sem lokið var að prenta
í prentverki Þorláks Skúlasonar á Hólum árið 1644. Þeir hafa séð að titil-
síðan á Nýja testamenti konungsbiblíu var góð fyrirmynd: Hinn þjáði
Kristur endurómaði þjáningarTyrkjaránsins, upprisan væri sjálfsögð á að-
alfletinum. En hægra megin — Kristur með sverðið út úr munninum,
væri eitthvert vit í því? Gerum ráð fýrir að þeir hafi gert sér grein fyrir
hvert myndefnið var sótt og þá var ekki verra að geta lesið útleggingar
sjálfs doktors Marteins Lúthers á Opinberunarbókinni. Þær voru ekki
lengur til staðar í nýju dönsku biblíunni en Þorlákur á Hólum hafði
haldið skýringunum sem afi hans, Guðbrandur biskup, prentaði fyrst
1584. Og þessi lestur hefur hjálpað þeinr að sjá, ef þeir vissu það ekki
þegar, að Opinberunarbókin hafði skírskotun til Tyrkja.
Hvaða forsendur hafði Níels kaupmaður til að hugsa á þessum nótum?
Um hann er ekki margt vitað en þó birtist hann á stöku stað í
heimildum og oftast í sambandi við bækur og kirkjur. I bréfabók Brynj-
ólfs biskups Sveinssonar er hann nefndur þrisvar vegna bóka senr hann er
beðinn fyrir til Kaupmannahafnar eða hann kemur með þaðan. I eitt
skiptið er hann sendur með „Lexicon trilingve in folio“ til að konia
þessari alfræðibók í bókband. Þetta er 1653 og hann er kallaður Vest-
mannaeyja kaupmaður.31 Fimm árum seinna er hann kenndur við Kaup-
mannahöfn og Eyrarbakka, „civis Hafniensis, mercator 0rbacæus“.32 Níels
Klemensson tengdist kirkjunni á fleiri vegu. I mars 1666 voru máls-
metandi menn kallaðir í Skálholt til Brynjólfs biskups til að virða altaris-
flösku nreð skrúfloki úr silfri og skriðbyttu. Silfurflöskuna hafði biskup
keypt af Níelsi kaupmanni á Eyrarbakka.33 Níels hafði verið virkur við