Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 152
156
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
endurbyggingu Landakirkju í Vestmannaeyjum eftir að Tyrkir brenndu
hana, greiddi þá sjálfur drjúgar upphæðir til hennar (ásamt öðrum kaup-
mönnum og skipper frá Kaupmannahöfn) og hann er sá eini sem hann
tilgreinir að hafi fært kirkjunni rnuni:
...haffuer ieg underschreffuen forærret til Guds hus Landekirchen
Ett Rött alterklede En Messeskiortt. Noch de thuende Loffter sem
ehr giortt i kirchen. Niels Chlemedtzon34
Af þessurn stuttorðu greinum er hægt að sjá fyrir sér kaupnrann sem
ekki er ókunnugur heimi bóka og kirkjulegra tákna.
Urn KJáus höfum við rneira í höndunum. Merkust er frásögn hans af
Tyrkjaráninu. Hana skrifaði hann nánast á vettvangi, eins og blaðamaður,
eftir lýsingu danskra flóttamanna frá Eyjunr, kaupmanns, skipstjóra og
fylgdarliðs, sem björguðu sér á árabátum til lands við illan leik. Auk þess
fór hann til Eyja og lýsti vettvangi og talaði við fólk sem komst undan.
Lýsing hans er víðast hröð og vafningalaus en Kláus veit þó vel í hvaða
samhengi hann lifir. Lýsing hans á vígi séra Jóns Þorsteinssonar er í helgi-
sögustíl og þó einna líkust píslarsögu Krists. I lokin jafnar Kláus Tyrkja-
ráninu við eyðingu Jerúsalem og í tveim af elstu afskriftum sögunnar
endar hún á hugleiðingu um refsingarhrís guðs og iðrun mannsins.35
Mjög er líklegt að slíkar hugleiðingar og útleggingar hafi verið fleiri
upphaflega en vandinn er sá að frumrit eru glötuð og elsta afskrift, sem
varðveitt er, skrifuð nær hundrað árum eftir að Kláus samdi söguna.
Kláus kemur lítillega franr sem embættismaður í gjörningum lögréttu
en hann mætir samviskusanrlega á Oxarárþing flest ár frá 1622 til 1671, í
hartnær hálfa öld. Hann var stöndugur bóndi á Hólmum í Landeyjum.
Til nrarks um það er Skarðsannáll þar sem Birni Jónssyni þykir ástæða til
að segja frá að úthýsi hafi brunnið hjá honum árið 1632, „þar inni til 7
hundraða“.3í’ A giftingardegi hans og Ingibjargar Þorleifsdóttur um 1663
var henni gefinn jarðarhluti út úr Miðeyjarlandi til finnn hundraða og
kallaður Miðeyjarhólmi; gefandi Erlendur Asmundsson. Svo er Arna
Magnússyni sagt þegar hann safnar efni í jarðabók sína.37 Menntir hafa
legið í ættinni líka. Ætt Kláusar verður rakin til presta og er skennnst í
foðurbræður hans. Annar var séra Ólafur Egilsson en frá honum er kom-
in önnur aðalheimild Tyrkjaránsins. Hinn er Jón Egilsson sem skrifaði
annála um biskupa í Skálholti.38 Til frekara marks um menntaumhverfi
hans er annars vegar frásögn hans af Tyrkjaráni, hins vegar að tveir synir
hans urðu prestar og dóttir hans giftist presti.39