Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 168
172
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þegar Brynjúlfur var þarna á ferð 1894 var búið að stofna nýbýlið
Barð á þessum slóðum, ,,nú nýlega“ segir hann, en íbúa sést þó fýrst get-
ið þar í sálnaregistri Melstaðarprestakalls 1897. Séra Þorvaldur Bjarnarson
á Melstað lét byggja býlið í Melslandi, „úti á Börðum“ sem kallað var.
Hann lézt 1906 og fluttist þá Sigríður ekkja hans að Barði og hafa af-
komendur þeirra búið þar síðan. Páll Kolka segir í bók sinni Föðurtún-
um, að séra Þorvaldur hafi látið byggja nýbýlið Barð upp úr Steinsstöð-
um.2 Hefur hann það líklegast frá nánum afkomendum séra Þorvalds sem
þá voru enn á lífi er hann aflaði fanga til bókarinnar. En ekki þarf þó að
vera að Barð hafi verið byggt nákvæmlega ofan í rústir gömlu Steinsstaða
heldur sem næst, eins og síðar mun nefnt verða.
Vafalaust er það rétt hjá Brynjúlfi, að það sem þá sást þarna á „Hof-
inu“ hafi verið bæjarrúst, því að á þessum slóðum stóð einmitt bærinn
Hof um tíma á 18. öld, þótt lítt sjáist hans getið í heimildum. Staðgrein-
ing Brynjúlfs á „blótsteininum“ er samt nokkuð villandi hvað áttir snert-
ir, hann er frekar að kalla norðan við rústirnar og samt nokkuð í vestur,
en kringlótta girðingin er nánast beint norðan við bæjarrústina.
Steinsstaðir í Miðfirði eru nefndir í Kormáks sögu, einnig i Þórðar
sögu hreðu. Þar bjó Þórveig, sem talin var fjölkunnug. Annar sona hennar
var Oddur, er vandi komur sínar að Tungu í Núpsdal, sem nú heitir
Núpsdalstunga, og vildi gera sér dælt við Steingerði er Kormákur lagði
hug til, og vó Kormákur síðar Odd. 3
Ekki greina sögurnar hvar Steinsstaðir voru, en ekki þarf um að villast
að þeir hafi verið þar sem örnefni hafa bent til, nokkru fýrir utan Mel-
stað. Steinsstaðir eru ekki nefndir annars staðar í fornritum og hafa lík-
legast aldrei orðið meiri háttar býli og lagzt í eyði á miðöldum, en byggzt
svo aftur við og við á síðari öldum. Arið 1391 eru Steinsstaðir i byggð,
greinilega skipt í tvær jarðir, Ytri- og Syðri-Steinsstaði. Þá fær Sölvi
Brandsson prestur á Þingeyrum Brandi syni sínum Svertingsstaði „med
til ræiknudum halfum sydri stæinstodum". Arið 1461 og aftur 1525 segir
í máldögum Melstaðarkirkju að hún eigi „steinstada land“.Virðist jörðin
þá í eyði fyrst svo er tekið til orða, það er „land á Steinsstöðum“ í stað
þess að segja að kirkjan eigi jörðina Steinsstaði, eins og orðað er 1391.4
Steinsstaðir eru aftur í byggð þegar manntalið er tekið 1703 og taldir
þar milli Svertingsstaða og Melstaðar. Þar er aðeins þrennt í heimili, ábú-
andinn Loftur Bjarnason sem hefur ,,ráðsstúlku“, og hjá þeim er gömul
tökukona.5 Arið 1705, þegar jarðabókin er skráð, er ábúandi sami, og þrír
í heimili. Steinsstaðir eru þar ekki taldir sjálfstæð jörð heldur byggðir í
heimalandi Melstaðar, þ. e. hjáleiga, og segir að sumir telji að þar muni til