Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Síða 169
HOF I MIÐFIRÐI
173
forna önnur jörð hafa verið og sáu menn til þess gamlar girðingar, þ.e.
garðlög. Þetta býli hafði legið undir staðinn yfir hundrað ár „stundum
bygt en stundum óbygt“.(’ Hefur því á ýmsu gengið um búsetu á þessu
kotbýli.
Jón Olafsson Grunnvíkingur þekkti vel til á þessum slóðum, dvaldist
oftar en einu sinni á Söndum hjá frændfólki sínu, en Sandar stóðu þá
sunnar og neðar en nú og miklu nær þessum stað. Bærinn var færður
1834 vegna sandfoks. Jón segir í ritgerð sem hann setti saman 1753 um
íslenzkar fornleifar og birtist síðar í Antiqvariske Annaler 1815: „Til hofs-
ins sjást enn lítil merki á Steinsstöðum. - Þeir eru milli Mels og Sanda. -
Mig minnir það snúi til austurs og vesturs, og hafi dyrnar verið á annarri
langhliðinni nriðri og horft móti suðri. Þá hafa goðanryndirnar líklegast
staðið á stalli innanvert í húsinu við norðurhliðina".7 En orðjóns um að
til hofsins sjái merki „á Steinsstöðum" geta eins merkt heima við Steins-
staði. Þetta verður þó að taka með fullri gát, enda var Jón ímyndunarfull-
ur um fornleifar og gildi þeirra sem og marga aðra hluti. „Blótsteininn“
nefnir hann ekki, ætti þó að hafa heyrt sögnina um hann hafi hún verið
þekkt í ungdæmi hans, og hann hélt hvarvetna fram í skrifum sínum
hugmyndum um slíka hluti.
Eggert Olafsson segir svo um Hof í ferðabók þeirra Bjarna Pálssonar:
„Að Hofi í Miðfirði sjást tóttir af fornu goðahofi ásamt blótsteini utan tótt-
arinnar“.8 Vitnar hann svo til blótsteinsins á Þingvöllum á Þórsnesi í
Helgafellssveit, þar sent menn hafi verið hryggbrotnir um steininn. Lík-
legast hefur bærinn Hof verið í byggð er þeir félagar voru á rannsóknar-
ferðunr sínum, svo sem síðar segir.
Arið 1801, þegar manntalið er tekið, er Steinsstaða ekki getið. Hér
virðist ekki hafa verið byggð á 19. öld unz nýbýlið Barð var byggt undir
aldarlokin. En í manntalinu 1816 er tilgreindur fæðingarstaður Oddnýjar
Þorvarðsdóttur húsmóður í Dalkoti á Vatnsnesi: „Hof, eyðikot í Mels-
landi.“9 Oddný er fædd um 1780 og hefur Hof því verið í byggð á síðara
hluta 18. aldar. Þess er ekki getið 1705 í Jarðabókinni, en komið í eyði
1801 þegar manntal er tekið. Byggð „kotsins" Hofs hefur sennilegast
varað stutt, þess sést ekki getið annars staðar í prentuðum ritum. En
menn hafa þekkt til örnefnis, eða sagna um að sem næst hér hafi hið
forna hof þeirra Melsmanna staðið, því gefið kotinu þetta nafn. Helgi
Guðmundsson í Tjarnarkoti segir í örnefnaskrá sinni, sem hann skráði
einhvern tíma á árununr 1920-1940, að hjáleigan Hof hafi verið byggð
1744 og eydd 1784, en heinrildir nefnir hann ekki. Sáust enn er hann
gerði skrána tóftir af býlinu Hofi ofan á „hofrústinni“, hvernig sem