Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 171
HOF I MIÐFIRÐl
175
Barð í Miðfirði. „Steinsstaðir"fast hœgra megin við íbúðarhúsið, „Hof“ nokkru sunnar, rétt
hœgra megin við miðja mynd. Ljósmynd höfundur, 6.7.1999
„Börðum“, í landi staðarins, eru þar á stórum, flötum hól, sem sjáanlega
var hið forna tún, því þar - ef jeg man rjett - sást fyrir túngarðsleifum í
kringum hólinn; en um húsaskipan man jeg ekki.“ Segir hann síðar í
greininni: „Rjett fyrir utan Hof voru aðrar fornar bæjarrústir á líkum
hól; var að eins beitt fláandi skarð á millí túnanna, er höfðu náð nærri því
saman. Þetta forna eyðibýli var kallað á „Steinsstöðum“.“ Kveður Jósafat
síðan fyrir fáunt árum hafa verið byggt nýbýii í Melstaðarlandi á fyrr-
nefndum „Börðum“, og muni vera á öðru hvoru þessara eyðibýla, Hofi
eða Steinsstöðum.
Matthías Þórðarson segir í athugasemd aftan við grein Jósafats, að
hann hafi síðar skrifað sér og segi þar: „Nýbýlið Barð er bygt á Steins-
stöðum“.15 Hafði Jósafat þá komið þangað eftir að hann skrifaði grein
sína og skoðað staðhætti. Að auki hefur svo Matthías fært inn í eintak
Þjóðminjasafnsins af Arbókinni, að Barð hafi verið byggt á Steinsstöðum
og um líkt leyti hafi verið byggð fjárhús á Hofi. Er þó ekki alls kostar
ljóst, hvort það eru fjárhúsin, „Hofshús“, sem Helgi Guðmundsson nefnir
í örnefnaskrá sinni og segir reyndar vera sunnan túns á eyðibýlinu Hofi.
Hér má nefna, að þótt svo sé tekið til orða, að Barð hafi verið byggt „á
Steinsstöðum“, þarf það ekki að merkja að bærinn hafi verið settur ná-