Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Side 172
176
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
kvæmlega ofan í gamalt bæjarstæði, heldur hið næsta því. Milli núverandi
steinhúss á Barði og bæjarhóls Steinsstaða eru aðeins fáeinir faðmar, og
vel má vera, að gamli bærinn á Barði hafi staðið enn nær þessu garnla
bæjarstæði, steinhúsið síðan byggt snertispöl frá.
Matthías Þórðarson friðlýsti Hof í Miðfirði 1930. Er texti friðlýsingar-
skjalsins greinilega saminn eftir staðháttalýsingu Brynjúlfs Jónssonar, enda
vitnað til hennar eftir texta skjalsins, sem er stuttur yfirlitstexti: „Hofgirð-
ing“ og önnurforn mannvirki fyrir ofan eyðibýlið Hof og þar sem það stóð, sem
er svo sem stekkjarvegi norður á brúninni út frá Melstað. Þetta er heldur óná-
kvæmur texti og ekki að sjá, að Matthías hafi sjálfur komið hér á skrán-
ingarferð sinni um Húnavatnssýslu, þótt hann skoðaði víða gamla minja-
staði og skrifaði um þá.
Helgi Guðmundsson segir í örnefnaskrá sinni um Steinsstaði (hann
hefur Barð í sviga), að suður frá Steinsstaðamel, þar sem hinir fornu
Steinsstaðir stóðu sé annar melur, aðskilinn af lautardragi. Tún bæjarins
hafi náð nokkuð suður á hann, og sé á melnum innan við fornan og
mikinn garð rúst ein mikil, sem nefnd sé Hofið, en melurinn Hofsmelur
og lautin Hofslaut, en Hofsveita nefnist engið þar niður af. Nefnir Helgi
að enn hafi verið byggð hér í blóma á 15. öld, tveir efnabændur og
tveir bæir, Ytri- og Syðri-Steinsstaðir, en heimildir nefnir hann ekki.16 Er
þetta líklegast ályktun hans af því sem segir í Fornbréfasafni og fyrr er
getið.
Af öllu þessu má vera ljóst, að hér hafa menn allt frarn undir aldamótin
1900 þekkt til tveggja nafngreindra bæjarústa sem glöggt sáust þá enn.
Aðrar voru kallaðar „á Steinsstöðum" og voru utar, hinar syðri kallaðar
,,á Hofi“.
Um Hof og Steinsstaði má þá taka saman í stuttu máli eftirfarandi:
Bær með nafninu Steinsstaðir er byggður í Melslandi á 10. öld skv.
sögum. Hann sést enn nefndur í byggð í lok 14. aldar, þó er ekki víst um
samfellda byggð á þessum tíma. A 15. og 16. öld virðast Steinsstaðir vera í
eyði, þá aðeins örnefni. Býlið er aftur nefnt í byggð um 1700, „heima-
land af Melstað", en Steinsstaðir með því nafni virðast endanlega leggjast
í eyði á 18. öld.
A þessum slóðum voru sagnir um miðja 18. öld um að hof þeirra
Melsmanna hafi staðið í heiðni, en það er hvergi nefnt í heimildum. Þá
tala menn og um „blótstein“ hér, en örnefnið „Hof ‘ getur þó allt eins
verið til komið vegna hugmynda manna um hof til forna eins og nafn á
eyðibýli.