Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 173
HOF I MIÐFIRÐI
177
„Blótsteinninn“ hjá Barði í Miðfirði. Bœrinn Reykir sést uppi í Reykjabungu hœgra
megin. Ljósmynd höfundur, 1.1.1999.
Má reyndar telja heldur ólíklegt að Melsbændur hefðu reist hof svo
fjarri bæ sínum sem hér, og enn síður fast hjá öðrum bæ, sem þá er
byggður, Steinsstöðum. Og erfitt mun líklegast að koma þeim hugmynd-
um saman, að Steinsstaðir hafi upphaflega verið aðalbólið og „hofið“
reist þar heima við bæ, Melur síðar orðið höfuðbólið. Þó er það ekki
óhugsandi.
A 18. öld (1744?) er svo reist býli á rústunum sem menn ætluðu af
hofinu forna, og nefnt Hof. Það er byggt skamma hríð (til 1748?). Séra
Þorvaldur Bjarnarson lét svo reisa býlið Barð skömmu fýrir aldamótin
1900 hér „úti á Börðum“, nærri gömlu bæjarstæðum Steinsstaða og
Hofs. Virðast bæjarhúsin hafa verið sett skammt fyrir utan bæjarstæði
Hofs (og hina fornu ,,hofrúst“) og rétt utan við Steinsstaði.
Þess má geta, að þegar Jósafat Hjaltalín kom þarna á ný 1926 sá hann
enn hinar fornu túngarðsleifar og forn garðlög. Nú hefur það allt verið
sléttað á síðari áratugum við ræktun, en bæjarhólarnir eru enn greinileg-
ir, var þyrmt við ræktun, og þeir vitna um að hér hafi fyrrum byggð ver-
ið. Þótt tættur hafi verið jafnaðar á yfirborði má ætla að rústir séu undir.
Kringlótta girðingin, sem Brynjúlfur nefnir, er nú með öllu horfin og
túngarðsleifarnar sjást ekki lengur.