Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 181
ÆGISDYR OG FJÓSAKLETTUR
185
„Ægisdyr“ í Vestmannaeyjum. Ljósmynd höfundur, 4.9. Í998.
milli Heimakletts og Klifsms.“25 Fjallar hann síðan um nafnið sem kenni-
leiti við siglingar að Eyjum, fer svo einnig að velta fyrir sér hugmyndum
um hof þarna til forna, sem er ærið vafasamt. Segir Helgi að meðan þess-
ar dyr standi opnar sé óhætt að sigla, hvort heldur komið sé vestan eða
austan að Eyjum, á þeirri leið sé enginn farartálmi, og sjáist dyrnar opnar
allt frá Selvogi í vestri og austur að Markaríljóti. Hann kveður nafnsins
Ægisdyra „víða getið í fyrri alda sögum“, sem er víst ofsagt.
Setningin í Hauksbók Landnámu, „fyrir innan Ægisdyr“, fellur hér
nrjög vel að staðháttum. Heijólfsdalur með rústum landnámsbæjarins, er
beinlínis „fyrir innan“ þessar stórmiklu dyr, enda er eðlilegt að miðað sé
frá byggðinni, sem hefur þá líklegast verið hið næsta höfninni er Land-
náma var samin, en byggðin í Herjólfsdal mun ekki hafa orðið langæ. Enn
segja menn í Eyjum að fara úr bænum og „inn í Dal“. Það má einnig
augljóst vera, að þessar dyr muni kenndar við ægi, sjóinn, en ekki sjávar-
guðinn Ægi.26 Sjórinn blasir við út um dyrnar séð, allt upp að Krosssandi.
I þessu sambandi mætti einnig minnast á annað örnefni, Fjósaklett,
klettinn nafnkunna vestast í Herjólfsdal, þar sem bálkösturinn er tendrað-
ur á þjóðhátíð.