Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 185
EINAR G. PETURSSON
UM MÓNAFAR OG JARÐNAFAR
i.
Síðla vetrar 1999, nánar tiltekið 4. ntars, hringdi til mín bróðir minn,
Olafur Pétursson, þá bóndi í Galtartungu á Fellsströnd í Dalasýslu. Hann
ræddi við mig um mónafar, en það verkfæri var notað til að bora eftir
mó, vita hvort mór væri undir. Slíkt verkfæri hefði hann hirt úr vegg í
Húsabænum en þar var um tíma bær, en ekki sjálfstætt býli, í landi Kjarl-
aksstaða, sem var næsti bær við Stóru-Tungu, þar sem við vorum aldir
upp. Ef til vill hafði seinasta hlutverk þessa verkfæris þar verið að halda
niðri torfi á þaki eða heyi í tóft. Einhvern veginn sagðist hann liafa áttað
sig á hvað þetta var og til hvers verkfærið hefði verið notað, en man ekki
hvernig hann hafði komist að raun unt það. Seinna fór Olafur niður að
Húsabæ ásamt Steinólfi Lárussyni í Fagradal og grófu þeir mónafarinn
upp. Gripinn bauð Olafur Magnúsi Gestssyni í Byggðasafnið á Laugum í
Sælingsdal, sem vildi ekki þiggja.
Olafur talaði við Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri, sem sagðist ekki
hafa mónafar. Þessi gripur er þangað kominn og prýðir nú búvélasafnið
þar. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðminjasafni vorið 2002 fmnst slíkur
gripur þar ekki. Eg hef spurt Þórð Tómasson hvort mónafar væri í safn-
inu í Skógum, en svo er ekki.
Víst er að í Dölum hefur verið þörf fyrir að leita að mó á seinni hluta
síðustu aldar, því svo farast séra Jóni Gíslasyni í Hvammi orð í óprentaðri
sóknalýsingu frá 1839:
Sauðatað er mest brúkað til eldsneytis ásamt hrísöngum og fornviði
úr skógum þar sem fæst, en mjög óvíða er mór brúkaður utan
Staðarfelli og í Hvammi, þó á báðum þeim stöðum sé slæmt og
lítið mótak.1