Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 188
192
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hitt dæmið í seðlasafni Orðabókar Háskólans er komið frá Guðmundi
Þorsteinssyni frá Lundi, en þar segir:
Mörg ár framan af þessari öld bjó á Fljótsbakka í Eiðaþinghá
bóndi sá, er Þorkell hét. Hann átti mónafar og leitaði víða að mó
fyrir menn og hafði enda smástyrk til þess. Misjafn mun hafa orðið
árangur af því en víða nokkur.5
I Múlaþingi er ,,Búnaðarsambandsþáttur“ eftir séra Magnús Bl.Jónsson
og er hann kafli úr óprentaða hluta gagnmerkrar ævisögu Magnúsar, en
tvö bindi komu út árið 1985.1 þættinum segir að eitt af verkefnum Sam-
bandsins hafi verið:
Stofnað var til svarðar- eða móleita um allt Sambandssvæðið og til
þeirra ráðinn Þorkell Jónsson frá Fljótsbakka, útbúinn með jarð-
nafri. Hófst það starf sumar 1907 og bar góðan árangur.6
Hér er auðsjáanlega verið að segja frá sama verkefni og sama manni. Af
orðunum er augljóst, að rnenn hafa ekki vitað um mó eystra og þar af
leiðandi ekki notað hann til eldsneytis. Þess vegna hefur nrikið kapp ver-
ið lagt á að leita hans. Þá er lokið að greina frá þeim heimildum, sem ég
hef getað fundið um orðið mónafar.
III.
Allmörg dæmi (liðlega 30) eru í seðlasafni Orðabókar Háskólans um
orðið „jarðnafar“ og hér verða raktar heimildir urn slíkt verkfæri, sem
notað var til að kanna jarðveg og einkum til að leita að mó. Aftan við
verður gerð stuttleg grein fyrir notkun jarðnafars til annarra og stærri
verka. Elsta heimildin unr jarðnafar til að leita að mó er í grein eftir
Fjölnismanninn Tómas Sæmundsson, en þar segir:
Þad mun óhætt ad fullirda ad menn láti sjer skiljast þad betur med
hvurjum deigi, hvad mikid sje í mótekjuna varid og ad margir sjeu
farnir ad hafa hag á ad leita hans; er þar nú og vída tekinn mór,
sem ekki var ad því litid firir nokkrum árunr; þó ætla eg þad væri
einkarád til ad flíta því, ad mórinn sje sem óvídast látin ónotadur
þar sem til er, ad hreppstjórar eda sísslumenn geingjust firir því, ad
í hvurri sveit eda sísslu væru til einn edur fleiri jardnafrar sem
hvurki er mikill vandi ad smída — því til þess mætti hlíta sosem