Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Qupperneq 190
194
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
inu. Margt mætti rita um áhrif þess félags hérlendis, en hér er ekki staður
til. Næsta víst er, aðTómas hafi þekkt kvæði Eggerts Olafssonar, sem síð-
ar getur, og jafnvel vitað eitthvað meira um jarðnafar hans, en hér er ver-
ið að tala um miklu minna verkfæri en Eggert og Bjarni höfðu með sér.
A Alþingi 1859 var rætt um jarðamat og af þeim sökum sagði Guð-
mundur Brandsson:
Eg held nú þó menn feingi jarðfróða menn frá búnaðarskólanum,
... með jarðnafra og alls konar tilfæri, til að skoða og meta jarðveg-
inn alstaðar á landinu, þá mundi það kosta nokkuð.8
Hér var verið að tala um jarðamat og hve nákvæmt mat skyldi haft á
jarðveginum, en greinilega hefur orðið jarðnafar verið talið þingmönn-
um skiljanlegt.
Einhver ,,Gr. Þ.“ skrifaði 1861 grein í blaðið Islending um mýra-
græðslu. Greinin er dagsett í Kaupmannahöfn 28. febrúar 1861, en á höf-
undinum veit ég ekki deili að svo stöddu. Hér er nefndur jarðnafar á
nokkrum stöðum, en kemur reyndar mótekju ekkert við.
Gott væri að hafa jarðnafar við höndina, og brúka hann, áður en
brunnurinn er grafinn, til þess að reyna fyrir sjer, hvort uppsprettur
eða vatnsæðar eru þar fyrir undir leirlaginu, sem áformað er að
grafa; því sje svo, þá vex vatnsmegnið, í staðinn fyrir að minnka,
við brunngröptinn.... Nú er borað með jarðnafrinum hjer og hvar
ofan í skurðina, til þess botnsvatnið komi upp, og renni svo burt.
...Jarðnafar yrði að fá frá Kaupmannahöfn, og efast jeg eigi um, að
landbústjórnarfjelag Dana væri fúst á, að senda nokkra ókeypis,
sem þá mætti gjöra fleiri eptir.9
Greinilegt er að höfundur telur slík verkfæri ekki vera til á Islandi og
þurfa að fást frá Danmörku.
Arið 1875 kom út á vegum Hins íslenzka Þjóðvinafélags bók um
landbúnaðarverkfæri. Höfundur var Sveinn Sveinsson, sem síðar varð
fyrsti skólastjórinn við bændaskólann á Hvanneyri. Hann lýsir mónafri,
sem hjá honum kallast reyndar „rati, eða jarðnafar“, á eftirfarandi hátt og
úr pésanum er myndin sem með fýlgir:
Uppdrátturinn 35 A er rati, eða jarðnafar, til að bora með í
jörð og leita að mó. Þó jarðnafarinn sé þesskonar verkfæri, sem