Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 191
UM MÓNAFAR OG JARÐNAFAR
195
3. mynd. Teikning úr bók Sveins Sveinssonarfrá 1875.
ekki er nauðsynlegt á hverjum bæ, læt eg það samt fylgja hér, til
fróðleiks fyrir þá, sem kynni óska að búa sér slíkan til, og öldúngis
nauðsynlegt væri það, að hafa að minnsta kosti einn jarðnafar í
hverri sveit, þareð oss ríður svo mikið á að tinna móinn á sem
flestum stöðum, og hafa hann til eldsneytis í staðinn fyrir sauða og
kúataðið, sem allt of lengi hefir verið haft til þessa, og þar með
svipt frá jörðinni. Slíkur jarðnafar er saman settur af svo mörgum
eða fáum stykkjum, sem vera vill, en þess færri, sem stykkin eru,
þess lengri mega þau vera. A uppdrættinum eru stykki þessi merkt
með a. e.f.g., og eru þau tilbúin afjárnpípum, sem eru hafðar frá
% til 1 (eins) þumlúngs í þvermál, og 5-6 kvartil að lengd; jarðnaf-
arinn er þá léttari og þægilegri til flutníngs. Á endana á pípum
þessum eru soðnir járnhólkar, og eru hin sérstöku stykki þar næst
skrúfuð fast hvert við annað. Hið neðsta, a. b. d., er snápurinn á
nafrinum, sem ekki má vera mjórri en íVi til 2/ú þumlúngur að
þvermáli, og skal vera opinn að framan við c., einnig að nokkru