Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 195
UM MONAFAR OG JARÐNAFAR
199
Öll önnur kunn dæmi yngri, sem snerta jarðnafar í merkingunni verk-
færi til að leita að mó eru tengdTorfa Bjarnasyni í Ólafsdal.
IV.
Mikið hefur verið hugsað um mó og mótekju fyrir aldamótin 1900.
Haustið 1903, nánar tiltekið 18. og 21. nóvember og 2. desember, birtust
í Isafold þrjár greinar um mó undir aðalfyrirsögninni: „Illa notuð auðæfi“
og undirfyrirsögn er „Mómýrar á Islandi.“ Fyrsta greinin, „Mór sem
eldsneyti", er eftir G. Björnsson lækni, sem hlýtur að hafa verið Guð-
mundur Björnsson síðar landlæknir. I greinunum er fjölþætt vitneskja
um mó og kemur fæst af því þessu máli við. I upphafi fyrstu greinarinnar
stendur:
Það er álit almennings hér á landi, að mór sé alls ekki til í mjög
mörgum sveitum,...
Mór er að vísu notaður og mótak hefir mjög aukist á síðari ár-
um. 1885 voru fluttir heint 124000 hestar af mó, en síðan hefir
mónotkunin stöðugt farið í vöxt, svo að 1901 voru fluttir heim
234000 hestar af mó....
Arið 1885 var enginn mór tekinn upp í 57 hreppum en 1901
voru mólausu hrepparnir ekki nenta 27. A þessum stutta tíma hefir
mór þá fundist í 30 hreppum. Auðvitað er enn ekki mótak nema á
stöku bæ í fjöldamörgum sveitum, og líklega hefir ekki nærri því
helmingur sveitabænda mótak enn sem komið.
Orsökin er oft sögð „ a ð m e n n k u n n a e k k i a ð 1 e i t a a ð m ó
í j örð . “ Hér eru síðan sagðar sögur af móleit sem vildi ganga misjafn-
lega, en á eftir segir:
Það er seinlegt verk að leita víða að mó með skóflu. Þess vegna
hafa verið gerðir til þess nafrar; þeim er stungið niður í jörðina og
er hægt að sækja upp með þeim ögn af jarðvegi úr mismunandi
dýpt. Þessir nafrar hafa komið hingað til landsins, en ekki verið al-
ment notaðir. Sveinn heitinn skólastjóri á Hvanneyri leitaði víða
að mó með nafri, en síra Eiríkur [þ. e. Briem] segir mér, að það
hafi komið fyrir, að menn fyndu með skóflu mó, þar sem Sveinn
hafi engan fundið með nafrinum.21