Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 197
UM MONAFAR OG JARÐNAFAR
201
eða mónafar. Verkfæri af líku tagi hafa eflaust verið notuð í nágranna-
löndunum og líklegast einkum í Danmörku og þaðan hafa fyrirmyndir
komið. Hægt væri að láta sér detta í hug, að Þórður Þórðarson á Stóru-
Hvalsá hefði haft fýrirmynd frá Sveini Sveinssyni, en það er þó ekki víst.
Aftur á móti virðist af dæmum um orðið að útbreiðsla verkfærisins síðar
hafi mest orðið fyrir áhrif frá Torfa í Olafsdal.
VI.
Hér verður að lokum lauslega fjallað um jarðnafar og notkun hans. Elsta
dæmið um það orð í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Sauðlauksdals-
annál eftir séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, en þar segir við árið
1755 í frásögn af ferðum þeirra Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar
um Suðurnes:
Þá var þeim hingað sendur afþeim lærðu herrum sá mikli jarðnaf-
ar; það verkfæri var meir en 15 faðma langt, af sterkum járnköllum
samanskrúfað. Þennan nafar höfðu svenskir gjört yfir í Svíþjóð.Var
hann á 2 stöðum niður settur á íslandi, í Laugarnesi og Krísivíkur-
námum. 4 hestar báru hann.28
Hér er greinilega lýst miklu verkfæri svo að jarðnafar þessi hefur ekki
verið sambærilegur að stærð við mónafar, enda hefur þeim fyrrnefnda
verið ætlað að grafa miklu dýpra í jörð niður. Björn Halldórsson var
kvæntur systur Eggerts Olafssonar og var Eggert oft hjá honum eins og
kunnugt er, en þess vegna ætti Björn að fara rétt með.
Sveinn Pálsson samdi ævisögu Bjarna Pálssonar, rakti hann ferðir
þeirra og nefndi jarðnafarinn og fýrrnefnda notkun hans, en það er ein-
ungis endursögn af því sem fýrr var sagt. Frásögnin af jarðbor Eggerts og
Bjarna er ekki um sambærilegt verkfæri og mónafar.29
Lýður Björnsson getur um borarnir í Laugarnesi í ritdómi unr bókina
Mannlíf við Sund og segir að síðan hafi verið „hlé á jarðborunum í hálfa
aðrar [svo] öld“.30 Þar er átt við þegar gullið fannst í Reykjavík 1905.
Þegar frá því var sagt hefur orðið „jarðnafar“ verið notað um verkfæri,
sem nú á seinni árum a.rn.k., hefur vanalega verið kallað „jarðbor.“ I
árbók Islands segir við 30. rnars 1905: „I mýrinni norðan undir Eskihlíð í
Reykjavík fanst málmtegund með nokkru gulli í, 116 fet í jörð niður.
Þar var verið að leita vatns nreð jarðnafri.“31 Frá sama atburði segir í Isa-
fold 1. apríl 1905: